Fjölskyldubærinn Garðabær Björg Fenger skrifar 26. maí 2014 12:08 Fyrir rúmum tveimur árum ákváðum við fjölskyldan að flytja í Garðabæinn. Ástæðan fyrir því að Garðabær varð fyrir valinu var það mat okkar að í Garðabæ hefði tekist að móta öflugt fjölskylduvænt samfélag þar sem áhersla er lögð á fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf, góða skóla og traustan fjárhag en í þannig samfélagi viljum við ala upp strákana okkar. Fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf Í bænum fer fram blómlegt íþrótta- og æskulýðsstarf en mörg sjálfstæð félög eru starfandi í bænum, má þar meðal annars nefna skátafélögin Vífil og Svani. Hvað íþróttastarfið varðar má nefna Stjörnuna og UMFÁ þar sem er að finna öflugt barna- og unglingastarf auk þess sem Stjarnan teflir fram fleiri afreksliðum en flest önnur íþróttafélög. Ekki má heldur gleyma kröftugri starfsemi golfklúbbanna sem og hestamannafélaganna Spretti og Sóta. Garðabær hefur stutt vel við bakið á íþrótta- og æskulýðsfélögum bæjarins enda hafa kannanir sýnt að öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf er ein besta forvörnin. Góðir skólar Hinn mikli metnaður, fjölbreytileiki og framsýni sem einkennir allt skólastarf í Garðabæ er eftirtektarvert. Það er jafnframt styrkur bæjarfélagsins að veita foreldrum, og nemendum val um skóla þar sem hver skóli fyrir sig byggir á ólíkum stefnum og áherslum sem ætti að auðvelda nemendum að finna eitthvað við sitt hæfi. Í skólunum er það haft að leiðarljósi að nemendur hafi verkefni við sitt hæfi t.d. með því að grípa inn í um leið og nemendur sýna merki um að þurfa stuðning eða aðstoð. Líðan barna í skólum Garðabæjar er almennt góð sem og námsárangur nemenda, sbr. niðurstöður samræmdra prófa og PISA-könnunar, enda framangreint nátengt. Fjárhagslegur stöðugleiki Fjárhagsleg staða bæjarins er sterk sem er forsenda þess að unnt er að bjóða upp á góða þjónustu fyrir íbúana. Fjárhagslegur stöðuleiki byggist ekki upp á einni nóttu heldur á fyrirhyggju, ráðdeild og skynsemi þeirra sem stýrt hafa bænum undanfarin ár og jafnvel áratugi. Niðurstaða ársreiknings Garðarbæjar fyrir árið 2013 ber skýrt merki þessa enda niðurstaðan mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrsta rekstrarári sameiginlegs sveitarfélags. Fjölskyldubærinn Garðabær hefur staðið undir væntingum minnar fjölskyldu en þrátt fyrir að vel hafi verið gert undanfarin ár við að skapa fjölskylduvænt samfélag má alls ekki láta hér staðar numið. Mikilvæg verkefni eru framundan t.d. uppbygging Urriðaholts, vinna að gerð framtíðarskipulags íþróttasvæða ásamt því að tryggja foreldrum dagvistun fyrir börn sín frá eins árs aldri. Ég hef mikinn metnað fyrir að Garðabær skipi sér áfram í fremstu röð og er tilbúin að leggja mitt að mörkum til að svo verði. Björg Fenger Lögfræðingur, skipar 10. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Fenger Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum tveimur árum ákváðum við fjölskyldan að flytja í Garðabæinn. Ástæðan fyrir því að Garðabær varð fyrir valinu var það mat okkar að í Garðabæ hefði tekist að móta öflugt fjölskylduvænt samfélag þar sem áhersla er lögð á fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf, góða skóla og traustan fjárhag en í þannig samfélagi viljum við ala upp strákana okkar. Fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf Í bænum fer fram blómlegt íþrótta- og æskulýðsstarf en mörg sjálfstæð félög eru starfandi í bænum, má þar meðal annars nefna skátafélögin Vífil og Svani. Hvað íþróttastarfið varðar má nefna Stjörnuna og UMFÁ þar sem er að finna öflugt barna- og unglingastarf auk þess sem Stjarnan teflir fram fleiri afreksliðum en flest önnur íþróttafélög. Ekki má heldur gleyma kröftugri starfsemi golfklúbbanna sem og hestamannafélaganna Spretti og Sóta. Garðabær hefur stutt vel við bakið á íþrótta- og æskulýðsfélögum bæjarins enda hafa kannanir sýnt að öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf er ein besta forvörnin. Góðir skólar Hinn mikli metnaður, fjölbreytileiki og framsýni sem einkennir allt skólastarf í Garðabæ er eftirtektarvert. Það er jafnframt styrkur bæjarfélagsins að veita foreldrum, og nemendum val um skóla þar sem hver skóli fyrir sig byggir á ólíkum stefnum og áherslum sem ætti að auðvelda nemendum að finna eitthvað við sitt hæfi. Í skólunum er það haft að leiðarljósi að nemendur hafi verkefni við sitt hæfi t.d. með því að grípa inn í um leið og nemendur sýna merki um að þurfa stuðning eða aðstoð. Líðan barna í skólum Garðabæjar er almennt góð sem og námsárangur nemenda, sbr. niðurstöður samræmdra prófa og PISA-könnunar, enda framangreint nátengt. Fjárhagslegur stöðugleiki Fjárhagsleg staða bæjarins er sterk sem er forsenda þess að unnt er að bjóða upp á góða þjónustu fyrir íbúana. Fjárhagslegur stöðuleiki byggist ekki upp á einni nóttu heldur á fyrirhyggju, ráðdeild og skynsemi þeirra sem stýrt hafa bænum undanfarin ár og jafnvel áratugi. Niðurstaða ársreiknings Garðarbæjar fyrir árið 2013 ber skýrt merki þessa enda niðurstaðan mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrsta rekstrarári sameiginlegs sveitarfélags. Fjölskyldubærinn Garðabær hefur staðið undir væntingum minnar fjölskyldu en þrátt fyrir að vel hafi verið gert undanfarin ár við að skapa fjölskylduvænt samfélag má alls ekki láta hér staðar numið. Mikilvæg verkefni eru framundan t.d. uppbygging Urriðaholts, vinna að gerð framtíðarskipulags íþróttasvæða ásamt því að tryggja foreldrum dagvistun fyrir börn sín frá eins árs aldri. Ég hef mikinn metnað fyrir að Garðabær skipi sér áfram í fremstu röð og er tilbúin að leggja mitt að mörkum til að svo verði. Björg Fenger Lögfræðingur, skipar 10. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun