Kaupa búnað til að greina kaldhæðni á netinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júní 2014 14:09 Þessi tækni mun eflaust slá í gegn hjá hinum kaldhæðnu á netinu. Mynd/getty Leyniþjónusta Bandaríkjanna fyrirhugar að festa kaup á hugbúnaði sem meðal annars greinir kaldhæðni á samfélagsmiðlum. Frá þessu greinir Washington Post. Löggæsluyfirvöld hafa á síðustu árum lagt í ríkari mæli áherslu á að fylgjast með hegðun fólks á netinu, sérstaklega á samfélagsmiðlum á borð við Facebook og Twitter, með það að markmið að sporna við glæpum og hafa hendur í hári glæpamanna. Leyniþjónusta óskaði eftir tilboðum í hugbúnaðinn nú á mánudag og mun útboðið standa yfir í eina viku. Það getur þó reynst þrautin þyngri að greina kaldhæðni í rituðu máli og hafa sérfræðingar áhyggjur af því þetta útspil bandarískra yfirvalda stríði gegn mál- og ritfrelsi í landinu. Ætla þeir að þessi tækni geti réttlætt handtökur sem byggja á veikum grun um mögulegar hótanir sem fólk birtir í gamni sínu á spjallborðum heimsins. Fólk þarf því að hugsa sig tvisvar um áður en það birtir nokkuð sem gæti jaðrað við kaldhæðni eða glens á netinu framvegis. Á síðustu árum hafa margir komist í hann krappann fyrir kímnigáfu sína á netinu. Unglingur í Texas var handtekinn í fyrra fyrir að hafa sagt í athugasemd á Facebook að hann hyggðist „hefja skothríð í fullum skóla af börnum“ og hollenskur tístari komst í kast við lögin þegar hann sendi sprengjuhótun í gríni á flugfélagið American Airlines.Talsmaður leyniþjónstunnar segir að tæknin eigi einmitt að koma í veg fyrir það að fólki sé kastað í steininn fyrir það eitt að vera „ólöglega fyndið“. Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Sjá meira
Leyniþjónusta Bandaríkjanna fyrirhugar að festa kaup á hugbúnaði sem meðal annars greinir kaldhæðni á samfélagsmiðlum. Frá þessu greinir Washington Post. Löggæsluyfirvöld hafa á síðustu árum lagt í ríkari mæli áherslu á að fylgjast með hegðun fólks á netinu, sérstaklega á samfélagsmiðlum á borð við Facebook og Twitter, með það að markmið að sporna við glæpum og hafa hendur í hári glæpamanna. Leyniþjónusta óskaði eftir tilboðum í hugbúnaðinn nú á mánudag og mun útboðið standa yfir í eina viku. Það getur þó reynst þrautin þyngri að greina kaldhæðni í rituðu máli og hafa sérfræðingar áhyggjur af því þetta útspil bandarískra yfirvalda stríði gegn mál- og ritfrelsi í landinu. Ætla þeir að þessi tækni geti réttlætt handtökur sem byggja á veikum grun um mögulegar hótanir sem fólk birtir í gamni sínu á spjallborðum heimsins. Fólk þarf því að hugsa sig tvisvar um áður en það birtir nokkuð sem gæti jaðrað við kaldhæðni eða glens á netinu framvegis. Á síðustu árum hafa margir komist í hann krappann fyrir kímnigáfu sína á netinu. Unglingur í Texas var handtekinn í fyrra fyrir að hafa sagt í athugasemd á Facebook að hann hyggðist „hefja skothríð í fullum skóla af börnum“ og hollenskur tístari komst í kast við lögin þegar hann sendi sprengjuhótun í gríni á flugfélagið American Airlines.Talsmaður leyniþjónstunnar segir að tæknin eigi einmitt að koma í veg fyrir það að fólki sé kastað í steininn fyrir það eitt að vera „ólöglega fyndið“.
Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Sjá meira