Fyrirtækið birti myndir af gleraugunum í tilefni af 21 árs afmæli fyrirtækisins nú á dögunum.
Þróun The Dyson Halo, sem gæti útlagst sem „Dyon geislabaugurinn“ á íslensku, hófst árið 2001 en frumgerðin hafði öll helstu einkenni þeirra gleraugna sem Google, Epsom og Vuzix hafa sett á markað á síðustu misserum.

Geislabaugurinn notaði spegla til að varpa tveimur skjám inn á sjónsvið notandans og birtust þeir þeim sem gekk með gleraugun sem tíu tommu skjár í um eins metra fjarlægð. Gleraugun notuðust einnig við einfalt raddskipunarkerfi, ekki ósvipað Siri í vörum Apple og Google Now.
Þróun Geislabaugsins stóð yfir í þrjú ár en var að lokum hætt í kjölfar stefnubreytingar hjá fyrirtækinu og aukna áherslu þess á Bandaríkjamarkað. Google kynnti fyrst gleraugu sín til sögunnar árið 2011 og því má gera sér í hugurlund að Dyson hefði getað hrifsað til sín starfræna gleraugnamarkaðinn ef þau hjá fyrirtækinu hefðu ekki beint sjónum sínum annað.
Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Wired.