Amazon kynnir nýjan farsíma Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júní 2014 14:16 Jeff Bezos á kynningunni í gær. VISIR/AFP Bandaríska stórfyrirtækið Amazon, sem er hvað helst þekkt fyrir að reka samnefnda vefverslun, kynnti í gær til sögunnar nýjan síma fyrirtækisins sem hefur hlotið nafnið Fire phone eða „Eldsíminn“. Amazon hefur áður sent frá sér lestölvuna Kindle sem hefur notið töluverðrar hylli á undanförnum árum. Stofnandi Amazon og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Jeff Bezos, kynnti nýja símann á blaðamannafundi í gær í Seattle í Bandaríkjunum. Síminn skartar meðal annars 13 megapixla myndavél, tveimur Dolby digital plus hátölurum, 4,7 tommu skjá sem fer vel í hendi og gerir hann notandanum kleift að kaupa það sem fyrir augu ber, en myndavél símans getur auðkennt um 100 milljón mismunandi hluti og flett þeim upp á netinu og í vefvefslun Amazon. Rafhlaða símans endist 285 stundir í bið, hægt er að tala í hann samfleytt í 22 klukkustundir og leika tónlist í 65 stundir áður en hleðslan rafhlöðunnar klárast. Síminn mun kosta allt frá 200 bandaríkjadollurum og frekari upplýsingar um hann má nálgast í myndbandinu hér að neðan og á vefsíðu Amazon. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríska stórfyrirtækið Amazon, sem er hvað helst þekkt fyrir að reka samnefnda vefverslun, kynnti í gær til sögunnar nýjan síma fyrirtækisins sem hefur hlotið nafnið Fire phone eða „Eldsíminn“. Amazon hefur áður sent frá sér lestölvuna Kindle sem hefur notið töluverðrar hylli á undanförnum árum. Stofnandi Amazon og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Jeff Bezos, kynnti nýja símann á blaðamannafundi í gær í Seattle í Bandaríkjunum. Síminn skartar meðal annars 13 megapixla myndavél, tveimur Dolby digital plus hátölurum, 4,7 tommu skjá sem fer vel í hendi og gerir hann notandanum kleift að kaupa það sem fyrir augu ber, en myndavél símans getur auðkennt um 100 milljón mismunandi hluti og flett þeim upp á netinu og í vefvefslun Amazon. Rafhlaða símans endist 285 stundir í bið, hægt er að tala í hann samfleytt í 22 klukkustundir og leika tónlist í 65 stundir áður en hleðslan rafhlöðunnar klárast. Síminn mun kosta allt frá 200 bandaríkjadollurum og frekari upplýsingar um hann má nálgast í myndbandinu hér að neðan og á vefsíðu Amazon.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira