Engin olía í nyrstu holu norðurslóða Kristján Már Unnarsson skrifar 25. júní 2014 17:30 Skip Greenpeace við borpallinn í Barentshafi í síðasta mánuði. Mynd/Greenpeace. Borpallur Statoil, sem liðsmenn Greenpeace hlekkjuðu sig við í Barentshafi í síðasta mánuði, fann enga olíu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Olíustofnun Noregs. Þetta var nyrsti brunnur sem boraður hefur verið til þessa á heimskautasvæðum, um 350 kílómetra norðan við Hammerfest. Hafdýpið var 443 metrar og fór borinn 1.050 metra niður í hafsbotninn. Holan reyndist þurr. Borpallurinn Transocean Spitsbergen hefur nú yfirgefið svæðið og holunni verið lokað varanlega. Pallurinn fór þó ekki langt því hann er þegar búinn að koma sér fyrir á nýjum borstað. Framundan er að bora tvo aðra brunna á sömu slóðum austur af Bjarnarey. Það er því ekki útséð hvort nyrstu olíulindir jarðar finnist í sumar. Greenpeace hefur ítrekað mótmæli sín gegn olíuborunum á norðurslóðum. Ekki er þó vitað til þess að samtökin sendi aftur skip á svæðið. Aðgerðum þeirra í síðasta mánuði lauk með því að norska lögreglan handtók Grænfriðungana og norskt varðskip dró skip þeirra burt frá borpallinum. Tengdar fréttir Norska strandgæslan tók skip Greenpeace Varðskip norsku strandgæslunnar dró í nótt skip Greenpeace, Esperanza, burt af fyrirhuguðum borstað Statoil í Barentshafi. 31. maí 2014 13:00 Lögregla handtók Grænfriðungana Norska lögreglan fór í nótt um borð í borpallinn Transocean Spitsbergen í Barentshafi og batt enda á mótmæli Greenpeace. 29. maí 2014 14:15 Grænfriðungar í aðgerðum gegn Statoil í Barentshafi Hópur aðgerðarsinna frá Greenpeace-samtökunum klifraði í morgun um borð í borpall á vegum Statoil í Barentshafi. 27. maí 2014 11:00 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Borpallur Statoil, sem liðsmenn Greenpeace hlekkjuðu sig við í Barentshafi í síðasta mánuði, fann enga olíu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Olíustofnun Noregs. Þetta var nyrsti brunnur sem boraður hefur verið til þessa á heimskautasvæðum, um 350 kílómetra norðan við Hammerfest. Hafdýpið var 443 metrar og fór borinn 1.050 metra niður í hafsbotninn. Holan reyndist þurr. Borpallurinn Transocean Spitsbergen hefur nú yfirgefið svæðið og holunni verið lokað varanlega. Pallurinn fór þó ekki langt því hann er þegar búinn að koma sér fyrir á nýjum borstað. Framundan er að bora tvo aðra brunna á sömu slóðum austur af Bjarnarey. Það er því ekki útséð hvort nyrstu olíulindir jarðar finnist í sumar. Greenpeace hefur ítrekað mótmæli sín gegn olíuborunum á norðurslóðum. Ekki er þó vitað til þess að samtökin sendi aftur skip á svæðið. Aðgerðum þeirra í síðasta mánuði lauk með því að norska lögreglan handtók Grænfriðungana og norskt varðskip dró skip þeirra burt frá borpallinum.
Tengdar fréttir Norska strandgæslan tók skip Greenpeace Varðskip norsku strandgæslunnar dró í nótt skip Greenpeace, Esperanza, burt af fyrirhuguðum borstað Statoil í Barentshafi. 31. maí 2014 13:00 Lögregla handtók Grænfriðungana Norska lögreglan fór í nótt um borð í borpallinn Transocean Spitsbergen í Barentshafi og batt enda á mótmæli Greenpeace. 29. maí 2014 14:15 Grænfriðungar í aðgerðum gegn Statoil í Barentshafi Hópur aðgerðarsinna frá Greenpeace-samtökunum klifraði í morgun um borð í borpall á vegum Statoil í Barentshafi. 27. maí 2014 11:00 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Norska strandgæslan tók skip Greenpeace Varðskip norsku strandgæslunnar dró í nótt skip Greenpeace, Esperanza, burt af fyrirhuguðum borstað Statoil í Barentshafi. 31. maí 2014 13:00
Lögregla handtók Grænfriðungana Norska lögreglan fór í nótt um borð í borpallinn Transocean Spitsbergen í Barentshafi og batt enda á mótmæli Greenpeace. 29. maí 2014 14:15
Grænfriðungar í aðgerðum gegn Statoil í Barentshafi Hópur aðgerðarsinna frá Greenpeace-samtökunum klifraði í morgun um borð í borpall á vegum Statoil í Barentshafi. 27. maí 2014 11:00