Barcelona keypti markverði fyrir 3,2 milljarða Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. júlí 2014 13:15 Claudio Bravo kynntur til sögunnar í dag. vísir/getty Barcelona tók heldur betur til hendinni í markvarðarkaupum í sumar, en það þurfti að fylla í skörð Víctors Valdés og José Manuel Pinto sem báðir yfirgáfu félagið eftir tímabilið. Börsungar kynntu Sílemanninn ClaudioBravo til leiks í dag sem nýjasta leikmann félagsins, en hann kemur til Barcelona frá Real Sociedad þar sem hann hefur spilað síðan 2006. Þetta er mikill missir fyrir AlfreðFinnbogason og félaga hans hjá baskaliðinu en Bravo, sem er 31 árs gamall, hefur verið einn af betri markvörðum deildarinnar undanfarin ár. Hann er einnig fyrirliði landsliðs Síle og stóð sig vel á HM þar sem liðið komst í 16 liða úrslit. Samkeppnin um aðalmarkvarðarstöðuna hjá Barcelona verður mjög hörð því fyrr í sumar keypti félagið hinn 22 ára gamla Marc-André ter Stegen frá Borussia Mönchengladbach. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann staðið vaktina í þýsku 1. deildinni í þrjú ár. Það virðist ljóst að hvorugur þeirra mun hafa það jafnnáðugt og Valdés hafði með Pinto sem varamann sinn, en það velktist enginn í vafa um hvor væri númer eitt þegar þeir spiluðu saman.Marc-André ter Stegen þarf að berjast fyrir stöðunni sinni.vísir/gettyNýja markvarðarparið kostaði samtals 21 milljón evra (Ter Stegen 12 og Bravo 9) sem er jafnvirði 3,2 milljarða króna. Alvöru fjárfesting í mikilvægri stöðu á vellinum. En þá er spurningin um hvor eigi að byrja. Það verður að sjálfsögðu hausverkur LuísEnrique, nýráðins þjálfara Barcelona, en stuðningsmennirnir hafa kveðið upp sinn dóm. Spænska fótboltavefsíðan setti upp skoðanakönnun fyrir stuðningsmenn Barcelona þar sem þeir áttu að skera úr um hvort ætti að vera aðalmarkvörður; Ter Stegen eða Bravo. Sextíu prósent þeirra sem tóku þátt völdu Sílemanninn Bravo og vilja að hann byrji. Það þarf þó að taka það með í reikninginn að Spánverjarnir hafa fylgst með Bravo í átta ár með Sociedad en líklega minna séð af Ter Stegen. Þá er Þjóðverjinn líka níu árum yngri og á framtíðina fyrir sér. Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira
Barcelona tók heldur betur til hendinni í markvarðarkaupum í sumar, en það þurfti að fylla í skörð Víctors Valdés og José Manuel Pinto sem báðir yfirgáfu félagið eftir tímabilið. Börsungar kynntu Sílemanninn ClaudioBravo til leiks í dag sem nýjasta leikmann félagsins, en hann kemur til Barcelona frá Real Sociedad þar sem hann hefur spilað síðan 2006. Þetta er mikill missir fyrir AlfreðFinnbogason og félaga hans hjá baskaliðinu en Bravo, sem er 31 árs gamall, hefur verið einn af betri markvörðum deildarinnar undanfarin ár. Hann er einnig fyrirliði landsliðs Síle og stóð sig vel á HM þar sem liðið komst í 16 liða úrslit. Samkeppnin um aðalmarkvarðarstöðuna hjá Barcelona verður mjög hörð því fyrr í sumar keypti félagið hinn 22 ára gamla Marc-André ter Stegen frá Borussia Mönchengladbach. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann staðið vaktina í þýsku 1. deildinni í þrjú ár. Það virðist ljóst að hvorugur þeirra mun hafa það jafnnáðugt og Valdés hafði með Pinto sem varamann sinn, en það velktist enginn í vafa um hvor væri númer eitt þegar þeir spiluðu saman.Marc-André ter Stegen þarf að berjast fyrir stöðunni sinni.vísir/gettyNýja markvarðarparið kostaði samtals 21 milljón evra (Ter Stegen 12 og Bravo 9) sem er jafnvirði 3,2 milljarða króna. Alvöru fjárfesting í mikilvægri stöðu á vellinum. En þá er spurningin um hvor eigi að byrja. Það verður að sjálfsögðu hausverkur LuísEnrique, nýráðins þjálfara Barcelona, en stuðningsmennirnir hafa kveðið upp sinn dóm. Spænska fótboltavefsíðan setti upp skoðanakönnun fyrir stuðningsmenn Barcelona þar sem þeir áttu að skera úr um hvort ætti að vera aðalmarkvörður; Ter Stegen eða Bravo. Sextíu prósent þeirra sem tóku þátt völdu Sílemanninn Bravo og vilja að hann byrji. Það þarf þó að taka það með í reikninginn að Spánverjarnir hafa fylgst með Bravo í átta ár með Sociedad en líklega minna séð af Ter Stegen. Þá er Þjóðverjinn líka níu árum yngri og á framtíðina fyrir sér.
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira