KFC, Taco Bell og McDonald's selja versta skyndibitann Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2014 13:43 VISIR/AFP Þrjár af stærstu skyndibitakeðjum heims, McDonald‘s, Taco Bell og KFC, fá harða útreið í nýrri könnun sem neytendatímaritið Consumer Reports birti nú á dögunum. Samkvæmt þeim 32.405 sem tóku þátt í könnuninni eru flaggskip staðana þriggja þau verstu í sínum flokkum; McDonald‘s býr til verstu hamborgarana, KFC býður upp á versta kjúklinginn og Taco Bell selur versta mexíkóska matinn. Skyndibitaiðnaðurinn er heljarinnar fyrirtæki vestanhafs og talið er að Bandaríkjamenn eyði rúmlega 683 milljörðum dala í skyndibitamat á þessu ári. Það gerir tæplega 240 milljarða króna daglega. Talið er að niðustöður könnunarinnar megi rekja til nýrrar kynslóðar neytenda sem gera ríkari gæða- og bragð kröfur en eru einnig meðvitaðri um framleiðsluferli vörunnar en áður. Stærri veitingastaðakeður eigi erfiðara með að bregðast hratt við breyttu landslagi á skyndibitamarkaðnum.Niðurstöðurnar voru á þessa leið:Hamborgarar McDonald‘s enduðu í neðsta sæti af 21 skyndibitastaðakeðju með einkunnina 5.8. The Habit Burger Grill í Kaliforníu fékk 8.1 og rataði í fyrsta sæti.Af átta kjúklingastaðakeðjum reyndust kjúklingar KFC þeir verstu en þeir hlutu einkunnina 7.1 Efsta sætið prýddi hins vegar Chick-Fil-A með einkunn upp á 8.0.Taco Bell fékk 6.3 fyrir mexíkóska matargerð sína og skilaði það þeim í neðsta sætið sem fyrr segir. Veitingastaðakeðjan Chipotle prísar sig sæla með fyrsta sætið og frammistöðu upp á 7.8. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þrjár af stærstu skyndibitakeðjum heims, McDonald‘s, Taco Bell og KFC, fá harða útreið í nýrri könnun sem neytendatímaritið Consumer Reports birti nú á dögunum. Samkvæmt þeim 32.405 sem tóku þátt í könnuninni eru flaggskip staðana þriggja þau verstu í sínum flokkum; McDonald‘s býr til verstu hamborgarana, KFC býður upp á versta kjúklinginn og Taco Bell selur versta mexíkóska matinn. Skyndibitaiðnaðurinn er heljarinnar fyrirtæki vestanhafs og talið er að Bandaríkjamenn eyði rúmlega 683 milljörðum dala í skyndibitamat á þessu ári. Það gerir tæplega 240 milljarða króna daglega. Talið er að niðustöður könnunarinnar megi rekja til nýrrar kynslóðar neytenda sem gera ríkari gæða- og bragð kröfur en eru einnig meðvitaðri um framleiðsluferli vörunnar en áður. Stærri veitingastaðakeður eigi erfiðara með að bregðast hratt við breyttu landslagi á skyndibitamarkaðnum.Niðurstöðurnar voru á þessa leið:Hamborgarar McDonald‘s enduðu í neðsta sæti af 21 skyndibitastaðakeðju með einkunnina 5.8. The Habit Burger Grill í Kaliforníu fékk 8.1 og rataði í fyrsta sæti.Af átta kjúklingastaðakeðjum reyndust kjúklingar KFC þeir verstu en þeir hlutu einkunnina 7.1 Efsta sætið prýddi hins vegar Chick-Fil-A með einkunn upp á 8.0.Taco Bell fékk 6.3 fyrir mexíkóska matargerð sína og skilaði það þeim í neðsta sætið sem fyrr segir. Veitingastaðakeðjan Chipotle prísar sig sæla með fyrsta sætið og frammistöðu upp á 7.8.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira