Norðmenn fjárfesta í vindorku í Bretlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júlí 2014 17:15 Statoil og Statkraft eiga fyrir vindmyllugarðinn Sheringham Shoal við strönd Norfolk. Statoil/Alan O'Neill. Norsku ríkisfyrirtækin Statoil og Statkraft hafa ákveðið að reisa 67 vindmyllur úti fyrir ströndum Norfolk í Bretlandi. Heildarfjárfestingin nemur um 270 milljörðum íslenskra króna. Þar af verður hlutur Statoil um 100 milljarðar króna, eða 35 prósent, og hlutur Statkraft um 80 milljarðar króna, eða 30 prósent. Einkaaðilar verða með 35 prósent. Vindmyllunum, sem verða 32 kílómetra frá landi á svokölluðu Dudgeon-svæði, er ætlað að framleiða orku sem nægir 410 þúsund breskum heimilum. Hver vindmylla verður sex megavött og uppsett afl því alls 402 megavött. Til samanburðar má geta þess að afl Kárahnjúkavirkjunar er 690 megavött. Uppsetning vindmyllanna á að hefjast árið 2016 og eiga þær að verða komnar í fullan rekstur fyrir árslok 2017. Statoil, sem leiðir verkefnið, segir í yfirlýsingu að fjárfestingin sé í samræmi við þá stefnu fyrirtækisins að hasla sér völl í endurnýjanlegum orkugjöfum í áföngum. Verkefnið muni styrkja stöðu Statoil í Bretlandi. Norsku ríkisfyrirtækin höfðu áður látið reisa 88 vindmyllur á Sheringaham-svæðinu á svipuðum slóðum en nær landi upp á samtals 317 megavött. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Norsku ríkisfyrirtækin Statoil og Statkraft hafa ákveðið að reisa 67 vindmyllur úti fyrir ströndum Norfolk í Bretlandi. Heildarfjárfestingin nemur um 270 milljörðum íslenskra króna. Þar af verður hlutur Statoil um 100 milljarðar króna, eða 35 prósent, og hlutur Statkraft um 80 milljarðar króna, eða 30 prósent. Einkaaðilar verða með 35 prósent. Vindmyllunum, sem verða 32 kílómetra frá landi á svokölluðu Dudgeon-svæði, er ætlað að framleiða orku sem nægir 410 þúsund breskum heimilum. Hver vindmylla verður sex megavött og uppsett afl því alls 402 megavött. Til samanburðar má geta þess að afl Kárahnjúkavirkjunar er 690 megavött. Uppsetning vindmyllanna á að hefjast árið 2016 og eiga þær að verða komnar í fullan rekstur fyrir árslok 2017. Statoil, sem leiðir verkefnið, segir í yfirlýsingu að fjárfestingin sé í samræmi við þá stefnu fyrirtækisins að hasla sér völl í endurnýjanlegum orkugjöfum í áföngum. Verkefnið muni styrkja stöðu Statoil í Bretlandi. Norsku ríkisfyrirtækin höfðu áður látið reisa 88 vindmyllur á Sheringaham-svæðinu á svipuðum slóðum en nær landi upp á samtals 317 megavött.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira