Franski bankinn BNP Paribas hefur gert samkomulag við yfirvöld í Bandaríkjunum um að greiða 9 milljarða dollara sekt vegna brota á viðskiptabanni Bandaríkjanna gagnvart Súdan, Íran og Kúbu. Um er að ræða hæstu sektir í sögunni fyrir slík brot. BBC greinir frá þessu.
Saksóknari í Bandaríkjunum sagði á blaðamannafundi að brot bankans hafi staðið yfir frá 2004 til 2012 þar sem bankinn hafi flutt milljarða í gegnum bandaríska fjármálakerfið með ólöglegum hætti. Bankinn hafi ítrekað og af ásetningi brotið gegn langvarandi þvingunaraðgerðum Bandaríkjastjórnar.
Bankanum verður einnig óheimilt að skipta erlendum myntum yfir í dollara allt árið 2015. Þá samþykkti bankinn að segja upp 13 starfsmönnum sem tengdust brotunum.
Bandarísk yfirvöld hyggjast með þessu senda skýr skilaboð til annarra fjármálafyrirtækja með starfsemi í Bandaríkjunum um að slík lögbrot verði ekki umborin.
BNP Paribas greiðir 9 milljarða dollara sekt
Randver Kári Randversson skrifar

Mest lesið

Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps
Viðskipti erlent

Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað
Viðskipti innlent

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent


Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout
Viðskipti innlent

Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila
Viðskipti innlent

Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur


Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl
Viðskipti innlent

Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað
Viðskipti erlent