Kínverjar segja iPhone ógna þjóðaröryggi Samúel Karl Ólason skrifar 12. júlí 2014 21:49 Vísir/AFP Ríkisrekin sjónvarpsstöð í Kína hélt því fram í gær að ný viðbót við iOs 7 stýrikerfi iPhone sé ógn við þjóðaröryggi Kína. Viðbótin gengur út á að síminn heldur skrár yfir staðsetningu sína og jafnvel sendir Apple þær upplýsingar. Apple gaf í dag út frá sér tilkynningu, en þar segir að staðsetningargögn séu eingöngu geymd í símanum sjálfum og að engin stjórnvöld hafi aðgang að þeim. „iPhone síminn þinn heldur utan um þá staði sem þú hefur nýlega farið á og hve oft þú hefur farið þangað, til að læra hvaða staðir eru þér mikilvægir. Þessi gögn eru geymd eingöngu í símanum þínum og eru ekki send til Apple án samþykkis. Þau eru notuð til að veita þér persónulega þjónustu,“ segir í tilkynningu frá Apple. Þá er mögulegt að slökkva á þessu tiltekna forriti í stillingum símans. Á vefnum Cnet segir að mögulega sé tilkynningin hefniaðgerð vegna ummæla bandarískra embættismanna um að Kínverskir hakkarar hafi brotist inn í gagnagrunn um opinbera starfsmenn Bandaríkjanna. Apple, Cisco, Google, IBM og Microsoft eru sögð hafa fengið að kenna á svipuðum aðstæðum. Sjónvarpsstöðin CCTV ræddi við sérfræðing sem sagði að staðsetningargögnin gætu verið notuð til að sjá stöðu efnahags Kína og jafnvel til að nálgast leyndarmál ríkisins. Apple þvertekur fyrir það. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ríkisrekin sjónvarpsstöð í Kína hélt því fram í gær að ný viðbót við iOs 7 stýrikerfi iPhone sé ógn við þjóðaröryggi Kína. Viðbótin gengur út á að síminn heldur skrár yfir staðsetningu sína og jafnvel sendir Apple þær upplýsingar. Apple gaf í dag út frá sér tilkynningu, en þar segir að staðsetningargögn séu eingöngu geymd í símanum sjálfum og að engin stjórnvöld hafi aðgang að þeim. „iPhone síminn þinn heldur utan um þá staði sem þú hefur nýlega farið á og hve oft þú hefur farið þangað, til að læra hvaða staðir eru þér mikilvægir. Þessi gögn eru geymd eingöngu í símanum þínum og eru ekki send til Apple án samþykkis. Þau eru notuð til að veita þér persónulega þjónustu,“ segir í tilkynningu frá Apple. Þá er mögulegt að slökkva á þessu tiltekna forriti í stillingum símans. Á vefnum Cnet segir að mögulega sé tilkynningin hefniaðgerð vegna ummæla bandarískra embættismanna um að Kínverskir hakkarar hafi brotist inn í gagnagrunn um opinbera starfsmenn Bandaríkjanna. Apple, Cisco, Google, IBM og Microsoft eru sögð hafa fengið að kenna á svipuðum aðstæðum. Sjónvarpsstöðin CCTV ræddi við sérfræðing sem sagði að staðsetningargögnin gætu verið notuð til að sjá stöðu efnahags Kína og jafnvel til að nálgast leyndarmál ríkisins. Apple þvertekur fyrir það.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira