Ebóla berst til Nígeríu

Ebólunnar var fyrst vart í Gíneu í ársbyrjun og hefur hún síðan þá náð að breiðast út til nærliggjandi landa, Líberíu og Sierra Leone og óttast er að hann hafi nú borist til Nígeríu, fjölmennasta ríkis Afríku. Onyebuchi Chukwu, heilbrigðisráðherra Nígeríu segir þó ólíklegt að fleiri hafi smitast.
Faraldurinn hefur dregið 660 manns til dauða og er sagður sá allra versti og skæðasti í sögunni. Allra leiða er því leitað til að hefta útbreiðslu hans.
Ebóla-vírusinn smitast milli manna meðal annars í jarðarförum þeirra sem hafa látist af hans völdum. Rúmlega helmingur þeirra sem smitast af ebóla-vírusnum deyr. Engin lækning er til við vírusnum sem veldur innvortis blæðingum og líffærabilun.
Tengdar fréttir

Flóttamönnum bannað að snúa aftur vegna Ebóla-hættu
Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir þessa ákvörðun yfirvalda Fílabeinsstrandarinnar brjóta í bága við alþjóðalög.

Allra leiða leitað til að hefta útbreiðslu Ebólu
Óttast að veiran geti breiðst hratt út á þeim svæðum sem litla læknisaðstoð er að fá verði ekki gripið til róttækra aðgerða.

Maðurinn sem leiddi baráttuna gegn Ebólu sýktist sjálfur
Litið er á Sheik Umar Khan sem þjóðarhetju í Síerra Leóne vegna framlags hans til læknavísindanna.

Ebóla breiðist enn út
Um 330 manns hafa látist í Vestur-Afríku á þessu ári af völdum e-bólu veiru. Sjúkdómurinn er sagður sá allra versti og skæðasti í sögunni.

Ebóla breiðist hratt út með jarðarförum
Gunnhildur Árnadóttir, starfsmaður Lækna án landamæra, starfaði á vettvangi ebóluveiru í Gíneu. Ástandið á svæðinu er afar slæmt og erfitt að ná tökum á því. Siðir við útfarir eru taldir mesti útbreiðsluvaldur

Ebóla-faraldurinn stjórnlaus
Ebóla-faraldurinn sem geisar í þremur löndum í Vestur-Afríku er orðinn stjórnlaus, að sögn samtakanna Læknar án landamæra.