Ford hagnast loks á Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 25. júlí 2014 16:39 Aðeins 0,5% af hagnaði Ford varð til í Evrópu. Ford hefur fulla ástæðu til að fagna nú um stundir en fyrri helmingur ársins skilaði meiri hagnaði en í fyrra og að auki tókst loks að snúa við viðvarandi tapi á rekstrinum í Evrópu. Hagnaður fyrir skatta hjá Ford nam 296 milljörðum króna og skilar 40 sentum á hlut en spár hlutabréfamarkaðar NYSE höfðu spáð 36 sentum á hlut. Langmest af hagnaði Ford varð til í heimalandinu Bandaríkjunum, en örlítill hluti hans varð til í Evrópu og skilaði starfsemin þar 1,6 milljarða króna hagnaði, en sama niðurstaða í fyrra var 35 milljarða tap. Er þetta í fyrsta sinn í 3 ár sem starfsemin í Evrópu skilar hagnaði og spáir Ford því að hagnaður verði af árinu í Evrópu. Einnig myndaðist hagnaður af rekstri í Asíu og skilaði það Ford 18,1 milljarði króna, örlítið meira en í fyrra. Ford áætlar að fyrirtækið muni ná fyrirætluðum hagnaði ársins uppá 7-8 milljarða dollara, eða 800-900 milljarða króna. Því þarf hagnaður á seinni helmingi ársins að verða nokkru meiri en á fyrri helmingnum, en þannig er það er nú jafnan hjá bílframleiðendum. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ford hefur fulla ástæðu til að fagna nú um stundir en fyrri helmingur ársins skilaði meiri hagnaði en í fyrra og að auki tókst loks að snúa við viðvarandi tapi á rekstrinum í Evrópu. Hagnaður fyrir skatta hjá Ford nam 296 milljörðum króna og skilar 40 sentum á hlut en spár hlutabréfamarkaðar NYSE höfðu spáð 36 sentum á hlut. Langmest af hagnaði Ford varð til í heimalandinu Bandaríkjunum, en örlítill hluti hans varð til í Evrópu og skilaði starfsemin þar 1,6 milljarða króna hagnaði, en sama niðurstaða í fyrra var 35 milljarða tap. Er þetta í fyrsta sinn í 3 ár sem starfsemin í Evrópu skilar hagnaði og spáir Ford því að hagnaður verði af árinu í Evrópu. Einnig myndaðist hagnaður af rekstri í Asíu og skilaði það Ford 18,1 milljarði króna, örlítið meira en í fyrra. Ford áætlar að fyrirtækið muni ná fyrirætluðum hagnaði ársins uppá 7-8 milljarða dollara, eða 800-900 milljarða króna. Því þarf hagnaður á seinni helmingi ársins að verða nokkru meiri en á fyrri helmingnum, en þannig er það er nú jafnan hjá bílframleiðendum.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira