Kínverskir fjárfestar í viðræðum um kaup á Glitni Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júlí 2014 18:37 VÍSIR/VALLI Hópur kínverskra fjárfesta er í viðræðum við slitastjórn Glitnis um að eignast hlut hennar í Íslandsbanka. Þetta kemur fram í frétt á vef Reuters í dag sem hefur þetta eftir innanbúðarmanni í fjármálaráðuneytinu. Heimildaraðili fréttastofunnar segir að meðal áhugasamra fjárfesta væru aðilar á vegum kínverska bankans ICBC, tryggingafélagsins China Life Insurance Company og kínversks fjárfestingasjóðs.Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, segir við Reuters að viðræðurnar væru á frumstigi en vildi ekkert gefa upp um hvaða aðilar ættu í hlut. „Það er gaman að sjá áhuga á bankanum. Það sýnir að erlendir fjárfestar hafa sterka trú á íslensku efnahagslífi og að landið geti losnað úr gjaldeyrishöftum,“ er haft eftir Steinunni. Bankinn er í 95% eigu ISB holding og var þessi hlutur félagsins metinn á 165 milljarða króna í mars á þessu ári. ICBC bankinn er sá stærsti í heiminum, hann er einn fjögurra banka sem er í eigu kínverska alþýðulýðveldisins. China Life Insurance Company er staðsett í Peking og er stærsta tryggingafélagið í Kína á sviði líftrygginga.Leiðrétt kl. 20:00MBL greindi fyrst frá áhuga fjárfestana. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hópur kínverskra fjárfesta er í viðræðum við slitastjórn Glitnis um að eignast hlut hennar í Íslandsbanka. Þetta kemur fram í frétt á vef Reuters í dag sem hefur þetta eftir innanbúðarmanni í fjármálaráðuneytinu. Heimildaraðili fréttastofunnar segir að meðal áhugasamra fjárfesta væru aðilar á vegum kínverska bankans ICBC, tryggingafélagsins China Life Insurance Company og kínversks fjárfestingasjóðs.Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, segir við Reuters að viðræðurnar væru á frumstigi en vildi ekkert gefa upp um hvaða aðilar ættu í hlut. „Það er gaman að sjá áhuga á bankanum. Það sýnir að erlendir fjárfestar hafa sterka trú á íslensku efnahagslífi og að landið geti losnað úr gjaldeyrishöftum,“ er haft eftir Steinunni. Bankinn er í 95% eigu ISB holding og var þessi hlutur félagsins metinn á 165 milljarða króna í mars á þessu ári. ICBC bankinn er sá stærsti í heiminum, hann er einn fjögurra banka sem er í eigu kínverska alþýðulýðveldisins. China Life Insurance Company er staðsett í Peking og er stærsta tryggingafélagið í Kína á sviði líftrygginga.Leiðrétt kl. 20:00MBL greindi fyrst frá áhuga fjárfestana.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira