Verðmæti hlutabréfa Facebook hækkuð um rúm fimm prósent í dag eftir að ársfjórðungsuppgjör þeirra var birt í gær. Uppgjörið var betra en gert hafði verið ráð fyrir og fyrirtækið hagnaðist um nærri því þrjá milljarða dala á þremur mánuðum, sem samsvarar um 350 milljörðum króna.
Þá jukust tekjurnar um 61 prósent.
Buisness Insider segir frá að 1,3 milljarður manna eru virkir á Facebook. Í heildina eru 2,2 milljarðar sem nota vörur Facebook. 1,3 nota Facebook, 500 milljónir nota WhatsApp, 200 milljónir nota Instagram og 200 milljónir nota Messenger.
Það samsvarar tæplega einum þriðja af íbúum jarðarinnar. Þó ert vert að taka fram að margir nota þó mörg forrit eða jafnvel þau öll. Notendafjöldi Facebook jókst um 41 milljón á ársfjórðunginum.
Á síðu Buisness Insider er sagt frá því að um 12 milljarðar skilaboða séu send með Facebook á hverjum degi. Einn milljarður er með samfélagsmiðilinn í símanum, 829 milljónir fara á Facebook á hverjum degi og 650 milljónir fara á Facebook í símanum á hverjum degi.
Þriðjungur jarðarbúa notar vörur Facebook
Samúel Karl Ólason skrifar

Mest lesið

Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað
Viðskipti innlent

Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára
Viðskipti innlent

Kvika vinsælasta stelpan á ballinu
Viðskipti innlent

„Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum
Viðskipti innlent


Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt
Viðskipti innlent


Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma
Viðskipti innlent

Verðbólga lækkar um 0,4 stig
Viðskipti innlent

Vextir lækka hjá Íslandsbanka
Viðskipti innlent