Lítil fylgni milli launa forstjóra og velgengni fyrirtækja Randver Kári Randversson skrifar 23. júlí 2014 17:02 Vísir/Getty Images Samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn á tengslum launa forstjóra og afkomu fyrirtækja eru lítil tengsl þar á milli. Vísbendingar eru um að hluthafa þeirra fyrirtækja sem borga forstjórum hvað hæst laun séu verr settir en aðrir. Á vefnum thinkprogress.org er fjallað um rannsókn ráðgjafafyrirtækisins Equilar þar sem laun 200 hátt launaðra forstjóra voru borin saman við afkomu fyrirtækjanna sem þeir stjórna. Niðurstöðurnar sýndu enga fylgni milli launa forstjóra og afkomu fyrirtækja. Samkvæmt rannsókninni koma hluthafar þeirra fyrirtækja sem borga forstjórum hvað hæst laun verr en aðrir,en tap hluthafa þeirra fyrirtækja er að meðaltali 1,4 milljarðar dollara. Talið er að skýringin á því sé sú að ofurlaun fylli forstjórana ofurtrú á sjálfum sér, sem leiði til slæmra ákvarðana. Reyndin er oft sú að bónusakerfi og kaupaukar setja markmið sem auðvelt er að ná eða þeim er fylgt illa eftir. Skýrt dæmi um þetta er að forstjóri Walmart fékk 1,5 milljón dollara bónus við það að sala jókst um 1,8%, þrátt fyrir að markmiðið hafi verið um að ná 2% söluaukningu. Þar að auki hafa tæplega 40% af þeim forstjórum sem hafa haft hæst laun síðustu 20 árin verið reknir ýmist vegna fjársvika, eða mistaka í starfi. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn á tengslum launa forstjóra og afkomu fyrirtækja eru lítil tengsl þar á milli. Vísbendingar eru um að hluthafa þeirra fyrirtækja sem borga forstjórum hvað hæst laun séu verr settir en aðrir. Á vefnum thinkprogress.org er fjallað um rannsókn ráðgjafafyrirtækisins Equilar þar sem laun 200 hátt launaðra forstjóra voru borin saman við afkomu fyrirtækjanna sem þeir stjórna. Niðurstöðurnar sýndu enga fylgni milli launa forstjóra og afkomu fyrirtækja. Samkvæmt rannsókninni koma hluthafar þeirra fyrirtækja sem borga forstjórum hvað hæst laun verr en aðrir,en tap hluthafa þeirra fyrirtækja er að meðaltali 1,4 milljarðar dollara. Talið er að skýringin á því sé sú að ofurlaun fylli forstjórana ofurtrú á sjálfum sér, sem leiði til slæmra ákvarðana. Reyndin er oft sú að bónusakerfi og kaupaukar setja markmið sem auðvelt er að ná eða þeim er fylgt illa eftir. Skýrt dæmi um þetta er að forstjóri Walmart fékk 1,5 milljón dollara bónus við það að sala jókst um 1,8%, þrátt fyrir að markmiðið hafi verið um að ná 2% söluaukningu. Þar að auki hafa tæplega 40% af þeim forstjórum sem hafa haft hæst laun síðustu 20 árin verið reknir ýmist vegna fjársvika, eða mistaka í starfi.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira