Litháar fá grænt ljós á upptöku evru Atli Ísleifsson skrifar 23. júlí 2014 11:56 Litháar munu kveðja núverandi gjaldmiðil sinn, litas, um áramót og notast eftir það við evru. Vísir/AFP Litháen fékk fyrr í dag síðasta græna ljósið á að fá að taka upp evru nú um áramót. Landið verður nítjánda aðildarríki ESB til að taka um sameiginlega mynd sambandsins. Leiðtogar aðildarríkja sambandsins, fjármálaráðherrar, Seðlabanki Evrópu og Evrópuþingið hafa nú öll veitt samþykki sitt. Ráðherrar aðildarríkja ESB ákváðu í dag að skiptigengi núverandi gjaldmiðils Litháa, litas, yrði 3,4528 gagnvart evru þegar nýi gjaldmiðillinn verður tekinn upp 1. janúar 2015. Algirdas Butkevicius, forsætisráðherra Litháens, fagnaði þessum sögulegu tíðindum og sagði að land sitt muni styðja við bakið á gjaldmiðlinum með „orku, framsýni og miklum einhug“. Utanríkisráðherrann Linus Linkevicius sagði Litháa verða trausta aðila evrusvæðisins. „Evran er ekki bara mynt eða hlutur úr málmi. Fyrir okkur snýst þetta um að vera í réttum félagsskap.“ Litháen verður síðasta Eystrasaltsríkið til að taka upp evru. Eistar tóku upp gjaldmiðilinn árið 2006 og Lettar fyrr á þessu ári. Lithár sóttu fyrst um að fá að taka upp evru árið 2006, en stóðust á þeim tímapunkti ekki kröfur sambandsins um stöðugt verðlag. Sandro Gozi, ráðuneytisstjóri ráðuneytis Evrópumála Ítalíu sem nú fer með formennsku í sambandinu, sagði upptökuna merki um að evran þróist og virki enn. Á vef Baltic Times segir að klukku verði komið upp fyrir utan Seðlabanka Litháens í höfuðborginni Vilníus þar talið verður niður til 1. janúar næstkomandi. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Litháen fékk fyrr í dag síðasta græna ljósið á að fá að taka upp evru nú um áramót. Landið verður nítjánda aðildarríki ESB til að taka um sameiginlega mynd sambandsins. Leiðtogar aðildarríkja sambandsins, fjármálaráðherrar, Seðlabanki Evrópu og Evrópuþingið hafa nú öll veitt samþykki sitt. Ráðherrar aðildarríkja ESB ákváðu í dag að skiptigengi núverandi gjaldmiðils Litháa, litas, yrði 3,4528 gagnvart evru þegar nýi gjaldmiðillinn verður tekinn upp 1. janúar 2015. Algirdas Butkevicius, forsætisráðherra Litháens, fagnaði þessum sögulegu tíðindum og sagði að land sitt muni styðja við bakið á gjaldmiðlinum með „orku, framsýni og miklum einhug“. Utanríkisráðherrann Linus Linkevicius sagði Litháa verða trausta aðila evrusvæðisins. „Evran er ekki bara mynt eða hlutur úr málmi. Fyrir okkur snýst þetta um að vera í réttum félagsskap.“ Litháen verður síðasta Eystrasaltsríkið til að taka upp evru. Eistar tóku upp gjaldmiðilinn árið 2006 og Lettar fyrr á þessu ári. Lithár sóttu fyrst um að fá að taka upp evru árið 2006, en stóðust á þeim tímapunkti ekki kröfur sambandsins um stöðugt verðlag. Sandro Gozi, ráðuneytisstjóri ráðuneytis Evrópumála Ítalíu sem nú fer með formennsku í sambandinu, sagði upptökuna merki um að evran þróist og virki enn. Á vef Baltic Times segir að klukku verði komið upp fyrir utan Seðlabanka Litháens í höfuðborginni Vilníus þar talið verður niður til 1. janúar næstkomandi.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira