Apple mun að líkindum kynna til sögunnar á þessu ári tvær nýjar gerðir iPhone, sem verða stærri en fyrri útgáfur snjallsímans vinsæla. Nýju útgáfurnar verða framleiddar í stærra upplagi en nokkru sinni fyrr.
Nýju iPhone-símarnir verða með stærri skjá en þær útgáfur sem fyrir eru á markaði, þar sem önnur verður með 4,7 tommu skjá og hin með 5,5 tommu skjá. en iPhone 4S og eldri útgáfur voru aðeins með 3,5 tommu skjá. Skjárinn var lengdur fyrir iPhone 5 en ekki breikkaður.
Á vef Telepgraph kemur fram að Apple hafi lagt inn pantanir hjá framleiðsluaðilum sínum í Asíu upp á um 70 til 80 milljón eintök af nýju símunum, en snjallsímar fyrirtækisins hafa ekki verið framleiddir í jafn stóru byrjunarupplagi áður. Til samanburðar voru iPhone 5S og 5C framleiddir í 50 til 60 milljón eintökum þegar þeir komu fyrst út á síðasta ári.
Helsti samkeppnisaðili Apple á snjallsímamarkaðnum, Samsung, bíður upp á marga möguleika af skjástærð, þar á meðal Galaxy Mega, sem er með 6,3 tommu skjá. Apple hefur sætt gagnrýni fyrir að bregðast seint við kröfum notenda um stærri skjái á snjallsímum.
Samsung hefur nú nýtt sér þetta og gerir í nýjustu auglýsingu sinni grín að Apple. Þar er því haldið fram að iPhone-eigendur séu haldnir „skjáröfund“ (e. screen envy) gagnvart Samsung-notendum.
Nýr iPhone verður með stærri skjá
Randver Kári Randversson skrifar

Mest lesið

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent

Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Að segja upp án þess að brenna brýr
Atvinnulíf

Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur

Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er
Viðskipti erlent

Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað
Viðskipti erlent

Bretar fyrstir til að semja við Trump
Viðskipti erlent

Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila
Viðskipti innlent

Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent