Forstöðumenn John Hopkins sjúkrahússins í Baltimore hafa samþykkt að greiða 190 milljónir dala, sem svarar til rúmlega 21 milljarðs króna, til allt að 8500 sjúklinga sem skrifuðu undir hópmálsókn á hendur kvensjúkdómalækni sem starfaði á spítalanum.
Læknirinn sem um ræðir, Dr. Nikita Levy, hafði tekið myndbönd af heimsóknum sjúklinganna án þeirrar vitundar og jafnvel framkvæmt óþarfa grindarholsskoðanir.
Levy fyrirfór sér eftir að lögreglan komst á snoðir um málið í fyrra. Á heimili læknisins fannst fjöldinn allur af myndböndum og ljósmyndum af sjúklingum hans sem Levy hafði fangað á myndavélar sem komið hafði verið fyrir á alls kyns hlutum – til að mynda á venjulegum pennum.
„Eftir að skjólstæðingar okkar fréttu af hegðun Dr. Levys urðu þeir örvinglaðir. Þeim fannst þeir sviknir og trúnaðarbresturinn var algjör. Nú, í kjölfar samkomulagsins, geta sár samfélagsins gróið,“sagði Jonathan Schochor, lögmaður sóknaraðila, í samtali við þarlenda fjölmiðla í dag.
Það var samstarfsaðili Levys sem tilkynnti fyrst um hegðun hans við öryggisdeild Hopkins-sjúkrahússins í febrúar í fyrra. Kvensjúkdómalækninum var sagt upp þann 8. febrúar þegar lögreglan tók mál hans til rannsóknar. Á heimili hans fundust átta faldar myndavélar, þar af sex í pennum ásamt því að fjórar tölvur og utanáliggjandi harðir diskar voru gerðir upptækir. Nikita Levy fannst látinn þann 18. febrúar með poka yfir höfði sér og afsökunarbeiðni til konu sinnar.
Greiðir 190 milljónir dala til fórnarlamba kvensjúkdómalæknis
Stefán Ó. Jónsson skrifar

Mest lesið


Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin
Viðskipti innlent

Landsbankinn og Arion lækka vexti
Neytendur

Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout
Viðskipti innlent

„Ég held að þú þurfir ný gleraugu“
Viðskipti innlent

Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa
Atvinnulíf

Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“
Viðskipti innlent

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja
Viðskipti innlent

Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks
Viðskipti innlent