Amazon kynnir Kindle Unlimited Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 30. júlí 2014 17:30 Lesbretti verða æ vinsælli með hverju árinu sem líður. Vísir/Getty Kindle Unlimited, ný bókaþjónusta Amazon hefur vakið talsverða athygli á veraldarvefnum. Kindle Unlimited er áskriftarþjónusta fyrir rafbækur. Notandi greiðir tíu bandaríkjadali mánaðarlega og fær í staðinn aðgang að rúmlega 600 þúsund rafbóka án aukalegs gjalds. Greinilegt er að Kindle Unlimited minnir á tónlistarþjónustu fyrirtækisins Spotify, að því leytinu til að fyrir fast mánaðarlegt verð fær neytandi aðgang að miklu magni afþreyingarefnis.Í samkeppni við Scribd og OysterKindle Unlimited er svar Amazon við samkeppnisaðilum sínum, Scribd og Oyster, en þessi fyrirtæki hafa lengi boðið upp á áksriftarþjónustu fyrir rafbækur. Helsti munurinn á Kindle Unlimited og Oyster og Scribd er sá að þau síðarnefndu hafa samið við stóru útgáfufyrirtækin HarperCollins og Simon and Schuster, og hafa því aðgang að bókum sem eru vinsælli eða betur þekktar. Þetta hefur Kindle Unlimited ekki. Verðlagning milli þjónustanna eru mjög lík, og munar rúmum einum dal til eða frá.Umdeild þjónustaÁskriftarleiðin hefur dregið að sér talsverða athygli. Til dæmis hafa gagnrýnendur bent á að hægt er að fá fleiri milljónir rafbóka frítt á síðum eins og Open Library eða Gutenberg Project. Einnig hafa gagnrýnendur amast við því að Kindle Unlimited hafi ekki aðgang að bókum frá neinum af sex stærstu útgefendum Bandaríkjanna. Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Kindle Unlimited, ný bókaþjónusta Amazon hefur vakið talsverða athygli á veraldarvefnum. Kindle Unlimited er áskriftarþjónusta fyrir rafbækur. Notandi greiðir tíu bandaríkjadali mánaðarlega og fær í staðinn aðgang að rúmlega 600 þúsund rafbóka án aukalegs gjalds. Greinilegt er að Kindle Unlimited minnir á tónlistarþjónustu fyrirtækisins Spotify, að því leytinu til að fyrir fast mánaðarlegt verð fær neytandi aðgang að miklu magni afþreyingarefnis.Í samkeppni við Scribd og OysterKindle Unlimited er svar Amazon við samkeppnisaðilum sínum, Scribd og Oyster, en þessi fyrirtæki hafa lengi boðið upp á áksriftarþjónustu fyrir rafbækur. Helsti munurinn á Kindle Unlimited og Oyster og Scribd er sá að þau síðarnefndu hafa samið við stóru útgáfufyrirtækin HarperCollins og Simon and Schuster, og hafa því aðgang að bókum sem eru vinsælli eða betur þekktar. Þetta hefur Kindle Unlimited ekki. Verðlagning milli þjónustanna eru mjög lík, og munar rúmum einum dal til eða frá.Umdeild þjónustaÁskriftarleiðin hefur dregið að sér talsverða athygli. Til dæmis hafa gagnrýnendur bent á að hægt er að fá fleiri milljónir rafbóka frítt á síðum eins og Open Library eða Gutenberg Project. Einnig hafa gagnrýnendur amast við því að Kindle Unlimited hafi ekki aðgang að bókum frá neinum af sex stærstu útgefendum Bandaríkjanna.
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira