Segir neyslu á erlendu kjöti geta breytt hegðun heilu þjóðanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2014 18:30 VÍSIR/DANÍEL „Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað, sérstaklega, þá eiga menn á hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í símaviðtali í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi forsætisráðherrann meðal annars um tækifærin sem íslenskur landbúnaður stendur frammi fyrir á tímum hækkandi matvælaverðs og aukinnar eftirspurnar eftir hágæðaafurðum á erlendum mörkuðum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Ríkarðsdóttir, sagði í viðtali við fréttastofu í gær að augljóst væri að heildarendurskoðun yrði að eiga sér stað á landbúnaðarkerfinu því ekki sé réttlætanlegt að leggja tolla og gjöld þegar innlend framleiðsla nái ekki að anna eftirspurn. Sigmundur sagði tollverndarmálin flókin, öll ríki heims væru með innflutningstolla á landbúnaðarvörur og því væru þetta oft erfiðustu málin þegar kæmi að gerð fríverslunarsamninga. Hann væri þó ósammála stjórnarliðanum. „Það væri algjört glapræði fyrir okkur Íslendinga að ætla að vera fyrri til að afnema allt slíkt á meðan stóru ríkin, Evrópusambandið, Bandaríkin og aðrir, viðhéldu sínum tollum. Þá værum við í raun bara að opna fyrir það að hér yrði, „dömpað“ svo maður sletti, yfir íslenska markaðinn vörum, innlenda markaðnum rústað og við myndum algjörlega missa þá stöðu sem við höfum - og þau tækifæri sem við höfum til að byggja upp greinina,“ sagði Sigmundur. Í framhaldinu ítrekaði hann mikilvægi heilnæmi íslensks landbúnaðar fyrir sterka stöðu hans á alþjóðlegum vettvangi. „Það skiptir alveg gríðarlega miklu máli að vernda heilnæmi íslenskrar vöru, við notum ekki aukaefni, stera, hormóna og slíkt í því að framleiða íslenskt kjöt en líka ekki síður að við séum laus við ýmiss konar sýkingu sem að er, því miður, alltof algeng víða og er ekki bara skaðleg dýrunum heldur getur verið mjög skaðleg fólki,“ sagði Sigmundur og máli sínu til stuðnings benti hann á veiru, toxoplasma, sem getur valdið því að hegðun fólks breytist. „Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað á fólk að hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri. Þannig að menn hafa jafnvel velt upp þeirri spurningu og rannsakað hvort þetta kunni að breyta hegðun heilu þjóðanna,“ bætti hann þá við. Veiran sé mjög algeng um allan heim, til að mynda í Mið-Evrópu, Frakklandi og Belgíu, en að það væru nokkur lönd sem að skæru sig úr þar sem lítið væri um toxoplasmann; það væru Ísland, Noregur og Bretland –„merkilegt nokk“, sagði Sigmundur. „Þar eru menn svona nokkuð óhultir fyrir þessu kvikindi. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að ofan en þar er farið yfir víðan völl, allt frá stöðu Íslands innan NATO til afnáms verðtryggingarinnar. Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sjá meira
„Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað, sérstaklega, þá eiga menn á hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í símaviðtali í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi forsætisráðherrann meðal annars um tækifærin sem íslenskur landbúnaður stendur frammi fyrir á tímum hækkandi matvælaverðs og aukinnar eftirspurnar eftir hágæðaafurðum á erlendum mörkuðum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Ríkarðsdóttir, sagði í viðtali við fréttastofu í gær að augljóst væri að heildarendurskoðun yrði að eiga sér stað á landbúnaðarkerfinu því ekki sé réttlætanlegt að leggja tolla og gjöld þegar innlend framleiðsla nái ekki að anna eftirspurn. Sigmundur sagði tollverndarmálin flókin, öll ríki heims væru með innflutningstolla á landbúnaðarvörur og því væru þetta oft erfiðustu málin þegar kæmi að gerð fríverslunarsamninga. Hann væri þó ósammála stjórnarliðanum. „Það væri algjört glapræði fyrir okkur Íslendinga að ætla að vera fyrri til að afnema allt slíkt á meðan stóru ríkin, Evrópusambandið, Bandaríkin og aðrir, viðhéldu sínum tollum. Þá værum við í raun bara að opna fyrir það að hér yrði, „dömpað“ svo maður sletti, yfir íslenska markaðinn vörum, innlenda markaðnum rústað og við myndum algjörlega missa þá stöðu sem við höfum - og þau tækifæri sem við höfum til að byggja upp greinina,“ sagði Sigmundur. Í framhaldinu ítrekaði hann mikilvægi heilnæmi íslensks landbúnaðar fyrir sterka stöðu hans á alþjóðlegum vettvangi. „Það skiptir alveg gríðarlega miklu máli að vernda heilnæmi íslenskrar vöru, við notum ekki aukaefni, stera, hormóna og slíkt í því að framleiða íslenskt kjöt en líka ekki síður að við séum laus við ýmiss konar sýkingu sem að er, því miður, alltof algeng víða og er ekki bara skaðleg dýrunum heldur getur verið mjög skaðleg fólki,“ sagði Sigmundur og máli sínu til stuðnings benti hann á veiru, toxoplasma, sem getur valdið því að hegðun fólks breytist. „Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað á fólk að hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri. Þannig að menn hafa jafnvel velt upp þeirri spurningu og rannsakað hvort þetta kunni að breyta hegðun heilu þjóðanna,“ bætti hann þá við. Veiran sé mjög algeng um allan heim, til að mynda í Mið-Evrópu, Frakklandi og Belgíu, en að það væru nokkur lönd sem að skæru sig úr þar sem lítið væri um toxoplasmann; það væru Ísland, Noregur og Bretland –„merkilegt nokk“, sagði Sigmundur. „Þar eru menn svona nokkuð óhultir fyrir þessu kvikindi. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að ofan en þar er farið yfir víðan völl, allt frá stöðu Íslands innan NATO til afnáms verðtryggingarinnar.
Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent