Segir neyslu á erlendu kjöti geta breytt hegðun heilu þjóðanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2014 18:30 VÍSIR/DANÍEL „Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað, sérstaklega, þá eiga menn á hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í símaviðtali í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi forsætisráðherrann meðal annars um tækifærin sem íslenskur landbúnaður stendur frammi fyrir á tímum hækkandi matvælaverðs og aukinnar eftirspurnar eftir hágæðaafurðum á erlendum mörkuðum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Ríkarðsdóttir, sagði í viðtali við fréttastofu í gær að augljóst væri að heildarendurskoðun yrði að eiga sér stað á landbúnaðarkerfinu því ekki sé réttlætanlegt að leggja tolla og gjöld þegar innlend framleiðsla nái ekki að anna eftirspurn. Sigmundur sagði tollverndarmálin flókin, öll ríki heims væru með innflutningstolla á landbúnaðarvörur og því væru þetta oft erfiðustu málin þegar kæmi að gerð fríverslunarsamninga. Hann væri þó ósammála stjórnarliðanum. „Það væri algjört glapræði fyrir okkur Íslendinga að ætla að vera fyrri til að afnema allt slíkt á meðan stóru ríkin, Evrópusambandið, Bandaríkin og aðrir, viðhéldu sínum tollum. Þá værum við í raun bara að opna fyrir það að hér yrði, „dömpað“ svo maður sletti, yfir íslenska markaðinn vörum, innlenda markaðnum rústað og við myndum algjörlega missa þá stöðu sem við höfum - og þau tækifæri sem við höfum til að byggja upp greinina,“ sagði Sigmundur. Í framhaldinu ítrekaði hann mikilvægi heilnæmi íslensks landbúnaðar fyrir sterka stöðu hans á alþjóðlegum vettvangi. „Það skiptir alveg gríðarlega miklu máli að vernda heilnæmi íslenskrar vöru, við notum ekki aukaefni, stera, hormóna og slíkt í því að framleiða íslenskt kjöt en líka ekki síður að við séum laus við ýmiss konar sýkingu sem að er, því miður, alltof algeng víða og er ekki bara skaðleg dýrunum heldur getur verið mjög skaðleg fólki,“ sagði Sigmundur og máli sínu til stuðnings benti hann á veiru, toxoplasma, sem getur valdið því að hegðun fólks breytist. „Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað á fólk að hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri. Þannig að menn hafa jafnvel velt upp þeirri spurningu og rannsakað hvort þetta kunni að breyta hegðun heilu þjóðanna,“ bætti hann þá við. Veiran sé mjög algeng um allan heim, til að mynda í Mið-Evrópu, Frakklandi og Belgíu, en að það væru nokkur lönd sem að skæru sig úr þar sem lítið væri um toxoplasmann; það væru Ísland, Noregur og Bretland –„merkilegt nokk“, sagði Sigmundur. „Þar eru menn svona nokkuð óhultir fyrir þessu kvikindi. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að ofan en þar er farið yfir víðan völl, allt frá stöðu Íslands innan NATO til afnáms verðtryggingarinnar. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira
„Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað, sérstaklega, þá eiga menn á hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í símaviðtali í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar ræddi forsætisráðherrann meðal annars um tækifærin sem íslenskur landbúnaður stendur frammi fyrir á tímum hækkandi matvælaverðs og aukinnar eftirspurnar eftir hágæðaafurðum á erlendum mörkuðum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Ríkarðsdóttir, sagði í viðtali við fréttastofu í gær að augljóst væri að heildarendurskoðun yrði að eiga sér stað á landbúnaðarkerfinu því ekki sé réttlætanlegt að leggja tolla og gjöld þegar innlend framleiðsla nái ekki að anna eftirspurn. Sigmundur sagði tollverndarmálin flókin, öll ríki heims væru með innflutningstolla á landbúnaðarvörur og því væru þetta oft erfiðustu málin þegar kæmi að gerð fríverslunarsamninga. Hann væri þó ósammála stjórnarliðanum. „Það væri algjört glapræði fyrir okkur Íslendinga að ætla að vera fyrri til að afnema allt slíkt á meðan stóru ríkin, Evrópusambandið, Bandaríkin og aðrir, viðhéldu sínum tollum. Þá værum við í raun bara að opna fyrir það að hér yrði, „dömpað“ svo maður sletti, yfir íslenska markaðinn vörum, innlenda markaðnum rústað og við myndum algjörlega missa þá stöðu sem við höfum - og þau tækifæri sem við höfum til að byggja upp greinina,“ sagði Sigmundur. Í framhaldinu ítrekaði hann mikilvægi heilnæmi íslensks landbúnaðar fyrir sterka stöðu hans á alþjóðlegum vettvangi. „Það skiptir alveg gríðarlega miklu máli að vernda heilnæmi íslenskrar vöru, við notum ekki aukaefni, stera, hormóna og slíkt í því að framleiða íslenskt kjöt en líka ekki síður að við séum laus við ýmiss konar sýkingu sem að er, því miður, alltof algeng víða og er ekki bara skaðleg dýrunum heldur getur verið mjög skaðleg fólki,“ sagði Sigmundur og máli sínu til stuðnings benti hann á veiru, toxoplasma, sem getur valdið því að hegðun fólks breytist. „Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað á fólk að hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri. Þannig að menn hafa jafnvel velt upp þeirri spurningu og rannsakað hvort þetta kunni að breyta hegðun heilu þjóðanna,“ bætti hann þá við. Veiran sé mjög algeng um allan heim, til að mynda í Mið-Evrópu, Frakklandi og Belgíu, en að það væru nokkur lönd sem að skæru sig úr þar sem lítið væri um toxoplasmann; það væru Ísland, Noregur og Bretland –„merkilegt nokk“, sagði Sigmundur. „Þar eru menn svona nokkuð óhultir fyrir þessu kvikindi. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að ofan en þar er farið yfir víðan völl, allt frá stöðu Íslands innan NATO til afnáms verðtryggingarinnar.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira