ÍR-ingar fara nýja leið til að safna fyrir nýrri lyftingaraðstöðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2014 15:00 Vísir/Vilhelm ÍR-ingar ætlar að reyna að slá tvær flugur í einu höggi á morgun um leið og þeir fara óhefðbundna leið til að safna fyrir nýrri lyftingaraðstöðu fyrir Handknattleiksdeild félagsins. ÍR heldur þá Softballmót ÍR í fyrsta sinn en markmiðið er að safna pening til að bæta lyftingaraðstöðu ÍR-inga og skemmta sér vel saman bæði á meðan mótinu stendur sem og eftir það. „ÍR er eitt elsta og stærsta félag landsins og er öll umgjörð og aðstaða liðsins til fyrirmyndar fyrir utan að það þarf að bæta lyftingaraðstöðuna. Og í staðinn fyrir að bíða eftir því að fá hana upp í hendurnar þá ætlum við ÍR ingar að græja það sjálf," segir Bjarni Fritzson, annar þjálfara karlaliðs ÍR í Olís-deildinni. Reglur mótsins verða í anda strandhandboltans, fimm inn á í einu, hægt að skora tvö mörk í einu og skrýtnar refsingar fyrir gróf brot. „Mótið er sett upp sem söfnunar og skemmtimót. Við verðum með plötusnúð og frábæran kynni á mótinu sjálfu. Leikreglurnar eru síðan í léttari lagi svolítið í anda strandhandboltans hans Halla," segir Bjarni. Um kvöldið hittast keppendur síðan í ÍR heimilinu þar boðið verður upp á léttar veitingar. Fyrstu softballmeistarar ÍR verða ekki aðeins krýndur því veitt verða ýmis önnur verðlaun þar á meðal fyrir flottustu búningana. Kvöldið endar síðan á leikmannauppboði. „Það passar við ætlum slútta þessum frábæra degi í ÍR heimilinu um kvöldið þar sem verður skemmtileg verðlaunaafhending og leikmanna uppboð sem við erum að prófa í fyrsta sinn. En þar gefst gestum að kaupa krafta leikmanna í smá stund. Þetta uppboð er að mestu leyti til gamans gert en allur ágóðinn af því fer einnig í lyftingaraðstöðuna," segir Bjarni og bætir við: „Softballmótið byrjar á slaginu tólf og er áætlað að úrslitaleikurinn verði spilað í kringum fimm leytið. Partýið byrjar síðan klukkan 20:00 og hvetjum við sem flesta að mæta og koma sér í gírinn fyrir þessa frábærum handboltavertíð sem er framundan." Skráning fer fram á softballmotir@gmail.com mótsgjaldið er fjórtán þúsund krónur á lið (tvö þúsund krónur á mann miðað við sjö manna lið) og rennur peningurinn óskipt í að bæta lyftingaraðstöðuna hjá ÍR. Aldurstakmarkið er 16 ár og það er takmark á fjölda liða og því er mikilvægt að skrá sig sem fyrst. Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
ÍR-ingar ætlar að reyna að slá tvær flugur í einu höggi á morgun um leið og þeir fara óhefðbundna leið til að safna fyrir nýrri lyftingaraðstöðu fyrir Handknattleiksdeild félagsins. ÍR heldur þá Softballmót ÍR í fyrsta sinn en markmiðið er að safna pening til að bæta lyftingaraðstöðu ÍR-inga og skemmta sér vel saman bæði á meðan mótinu stendur sem og eftir það. „ÍR er eitt elsta og stærsta félag landsins og er öll umgjörð og aðstaða liðsins til fyrirmyndar fyrir utan að það þarf að bæta lyftingaraðstöðuna. Og í staðinn fyrir að bíða eftir því að fá hana upp í hendurnar þá ætlum við ÍR ingar að græja það sjálf," segir Bjarni Fritzson, annar þjálfara karlaliðs ÍR í Olís-deildinni. Reglur mótsins verða í anda strandhandboltans, fimm inn á í einu, hægt að skora tvö mörk í einu og skrýtnar refsingar fyrir gróf brot. „Mótið er sett upp sem söfnunar og skemmtimót. Við verðum með plötusnúð og frábæran kynni á mótinu sjálfu. Leikreglurnar eru síðan í léttari lagi svolítið í anda strandhandboltans hans Halla," segir Bjarni. Um kvöldið hittast keppendur síðan í ÍR heimilinu þar boðið verður upp á léttar veitingar. Fyrstu softballmeistarar ÍR verða ekki aðeins krýndur því veitt verða ýmis önnur verðlaun þar á meðal fyrir flottustu búningana. Kvöldið endar síðan á leikmannauppboði. „Það passar við ætlum slútta þessum frábæra degi í ÍR heimilinu um kvöldið þar sem verður skemmtileg verðlaunaafhending og leikmanna uppboð sem við erum að prófa í fyrsta sinn. En þar gefst gestum að kaupa krafta leikmanna í smá stund. Þetta uppboð er að mestu leyti til gamans gert en allur ágóðinn af því fer einnig í lyftingaraðstöðuna," segir Bjarni og bætir við: „Softballmótið byrjar á slaginu tólf og er áætlað að úrslitaleikurinn verði spilað í kringum fimm leytið. Partýið byrjar síðan klukkan 20:00 og hvetjum við sem flesta að mæta og koma sér í gírinn fyrir þessa frábærum handboltavertíð sem er framundan." Skráning fer fram á softballmotir@gmail.com mótsgjaldið er fjórtán þúsund krónur á lið (tvö þúsund krónur á mann miðað við sjö manna lið) og rennur peningurinn óskipt í að bæta lyftingaraðstöðuna hjá ÍR. Aldurstakmarkið er 16 ár og það er takmark á fjölda liða og því er mikilvægt að skrá sig sem fyrst.
Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira