

"Við sjáum ekki á þessu stigi að þetta hafi áhrif á flug okkar. Hugsanlega yrðu minniháttar breytingar gerðar en ekki mikið meira en það.“
Vefmyndavél Mílu sýnir að líklega hafi kvika náð upp á yfirborðið.
Svavar Pálsson, sýslumaðurinn á Húsavík, segist bíða eftir frekari upplýsingum vísindamanna áður en frekari viðbúnaði verði komið á.
Allir áætlunarflugvellir landsins eru opnir og eins og staðan er núna þykir ólíklegt að gosið hafi áhrif á flugumferð, bæði til og frá landinu og innanalands. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir þó að fyrirspurnum frá flugfarþegum rigni inn.
Litakóði vegna flugs hefur verið færður upp í rautt.
„Það eru sömu upplýsingar og við erum að fá,“ segir Rögnvaldur Ólafsson í Samhæfingarmiðstöð Almannavarna í samtali við Vísi aðspurður hvort gosið hafi minnkað töluvert.
"Það sem við vitum núna er að við höfum fengið staðfestingu um eldgos í gegnum vefmyndavélar ,“ segir Melissa Anne Pfeffer, sérfræðingur á sviði ösku- og efnadreifingar, í samtali við Vísi í nótt en hún var stödd í höfuðstöðvum Veðurstofu Íslands.
Fylgjast má með gangi mála í vefmyndavél Mílu.
Öll flugumferð er bönnuð innan svæðisins utan vísindaflugs Landhelgisgæslunnar.
Á annan tug manns eru mættir til vinnu í Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð sökum þess að eldgos er hafið í Holuhrauni á milli Dyngjujökuls og Öskju norðan við Vatnajökul.
Netverjar hafa fylgst grannt með eldgosinu sem hófst í Holuhrauni, norðan Dyngjujökuls í nótt.
Kristján Þór Kristjánsson flaug yfir gosstöðina í Holuhrauni í morgun. Með í för var myndatökumaðurinn Hörður Finnbogason sem tók meðfylgjandi myndband og ljósmyndir. Eins og sést hefur greinilega dregið nokkuð úr gosinu frá því þegar mest var í nótt.
Vísindamenn Veðurstofunnar hafa ákveðið að lækka viðvörunarstig úr rauðu í appelsínugult.
Þetta er rólegt gos akkúrat núna, segir Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, sem er í fjölmiðlateymi Samhæfingastöðvarinnar í Skógarhlíð.
Rögnvaldur Ólafsson sagði að gosins hefði fyrst verið vart á vefmyndavél Mílu en ekki á mælitækjum Almannavarna.
Þetta er stærsti skjálftinn á svæðinu frá því klukkan átta í gærmorgun.
Myndin er unnin af Ingibjörgu Jónsdóttur hjá Jarðvísindastofnun upp úr gögnum NASA og USGS.
Bretar hafa áhyggjur af flugumferð og Danir segja gosið ekki mjög öflugt.