Enski boltinn

Áfrýjun Barcelona hafnað | Félagsskiptabannið tekur gildi í desember

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Jeremy Mathieu,Thomas Vermaelen og Luis Suárez hér við hlið Sergio Busquets og Lionel Messi.
Jeremy Mathieu,Thomas Vermaelen og Luis Suárez hér við hlið Sergio Busquets og Lionel Messi. Vísir/Getty
FIFA staðfesti í dag að áfrýjun spænska stórveldisins Barcelona hefði verið hafnað en  knattspyrnusambandið setti Barcelona í félagsskiptabann í apríl.

Barcelona var sett í fjórtán mánaða félagsskiptabann í apríl síðastliðnum fyrir ítrekuð brot á reglugerðum FIFA um félagsskipti leikmanna undir átján ára aldri en brotin áttu sér stað á árunum 2009 til ársins 2013.

Barcelona áfrýjaði strax úrskurði FIFA og var ákveðið að fresta gildistöku hans þar til niðurstaða kæmi frá FIFA. Í dag var svo staðfest að bannið skyldi standa og það skyldi hefjast eftir að núverandi félagsskiptaglugga hefur verið lokað.

Mun Barcelona því ekki geta keypt leikmenn fyrr en í janúarglugganum árið 2016 en spænska félagið áfrýjaði dómnum til Alþjóða íþróttadómstólnum sem tók fyrir málefni Luis Suárez í síðustu viku.

Barcelona hefur nýtt tímann í sumar og styrkt lið sitt gríðarlega vel en þegar hefur verið gengið frá kaupunum á markvörðunum Marc Ter Stegen frá Borussia Mönchengladbach og Claudio Bravo frá Real Sociedad, varnarmönnunum Thomas Vermaelen frá Arsenal og Jeremy Mathieu frá Valencia, miðjumanninum Ivan Rakitic frá Sevilla og sóknarmanninum Luis Suárez frá Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×