Innlent

Siðareglur fyrir þingmenn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá þingsetningu í dag.
Frá þingsetningu í dag. Vísir/GVA
Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, tilkynnti í ræðu sinni við setningu Alþingis í dag að unnið væri að því að setja siðareglur fyrir þingmenn.

„Á síðasta ári fékk ég umboð forsætisnefndar til að undirbúa siðareglur fyrir alþingismenn þar sem horft yrði til siðareglna Evrópuráðsþingsins. Niðurstaðan varð sú að láta þýða og staðfæra þær,“ sagði forseti Alþingis í ræðu sinni.

Einar segir að nú verði kannað hvort samkomulag geti náðst meðal þingmanna um að láta siðareglur Evrópuráðsþingsins gilda sem siðareglur þingmanna á Alþingi í það minnsta fyrst um sinn.

„Minni ég á að nær öll þjóðþing Evrópu eiga aðild að þingi Evrópuráðsins. Þessar siðareglur hafa nýlega verið sendar þingflokkunum til umfjöllunar og vænti ég þess að þeir taki sem fyrst afstöðu til þeirra.“


Tengdar fréttir

Þing sett í dag

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist hlakka til komandi vetrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×