Körfubolti

Bandaríkin áfram eftir öruggan sigur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. Vísir/Getty
Bandaríkin er komið í átta liða úrslitin á heimsmeistaramótinu á Spáni eftir öruggan sigur á Mexíkó í 16-liða úrslitunum í dag.

Sigurinn var aldrei í hættu hjá núverandi heimsmeisturum. Þeir unnu fyrstu þrjá leikhlutana og leiddu með 28 stigum fyrir lokaleikhlutann.

Mexíkó náði að klóra í bakkann eftir að hafa unnið síðasta leikhlutann með fimm stigum og lokatölur urðu 86-63.

Stephen Curry skoraði 20 stig fyrir Bandaríkin og var stigahæstur. Gustavo Ayon var stigahæstur hjá Mexíkó, en hann skoraði 25 stig.

Bandaríkin mætir annað hvort Dóminýska Lýðveldinu eða Slóveníu í 8-liða úrslitum keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×