Matthías Máni man síðast eftir sér í tölvuleik: „Ég var Tyson og hinn Muhammed Ali“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. september 2014 11:45 Matthías Máni Erlingsson. Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara á hendur síbrotamönnunum Baldri Kolbeinssyni og Eggerti Kára Kristjánssyni fyrir árás á refsifangann Matthías Mána Erlingsson hófst í morgun í Héraðsdómi Suðurlands. Matthías varð fyrir fólskulegri árás fyrrnefndra samfanga sinna í september á síðasta ári. Árásin átti sér stað í útivistargarði fangelsins Litla-Hrauni. Matthías bar fyrir sig minnisleysi í vitnaleiðslum í morgun. Hann sagðist ekki muna hvaða áverka hann hefði hlotið vegna árásarinnar en munu samfangar hans, Baldur og Eggert, hafa greitt honum ótal högg í andlit og höfuð. Notuðu þeir meðal annars lás til verksins. Í kjölfarið hlaut Matthías þrjá skurði á enni. Aðspurður hvort hann hafi hlotið einhver ör á líkama sagðist hann ekki vita til þess. „Ég er ekki læknir. Ég er með fullt af örum á líkamanum,“ sagði Matthías í vitnaleiðslum. Matthías sagðist ekkert muna en aðspurður svaraði hann því til að hann myndi næst eftir sér í tölvuleik. „Ég var í Fight night. Ég var Tyson og hinn Muhammed Ali.“ Aðspurður hvort hann myndi eitthvað meira svaraði hann: „Ég er meðvituð vera. En ég er kannski bara með Alzheimer,“ og gaf ekki frekari skýringar á því. Baldur Kolbeinsson, 24 ára, hefur hlotið fjölda refsidóma frá sautján ára aldri en Eggert Kári, 23 ára, á styttri refsiferil að baki. Þeir voru báðir færðir í einangrun eftir árásina. Matthías var dæmdur árið 2012 í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Þá vakti flótti hans úr fangelsinu Litla Hrauni í desember 2012 mikla athygli. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Dómsmál Tengdar fréttir Þetta er leiðin sem Matthías Máni fór á flóttanum Við yfirheyrslu yfir Matthíasi Mána á Litla Hrauni í gær upplýsti hann um leiðir sínar eftir strokið frá Litla Hrauni. Matthías hefur ekki viljað segja frá hvernig hann komst út af fangelsislóðinni. Allt bendir til að hann hafi farið yfir girðingarnar tvær. Eftir að hann var kominn út hélt hann til austurs ofan við Stokkseyri með stefnu að Neistastöðum í Flóa þar sem hann komst inn í sumarbústað. 28. desember 2012 11:17 Ráðist á Matthías Mána á Litla-Hrauni Refsifanginn Matthías Máni Erlingsson, sem var í fréttum um jólin í fyrra þegar hann strauk af Litla-Hrauni, var fluttur á sjúkrahús á Selfossi í gær eftir að hafa orðið fyrir árás tveggja samfanga sinna í útivistartíma. 13. september 2013 07:00 Ákærður fyrir ógeðfellda árás á samfanga Baldur Kolbeinsson er ákærður fyrir er sérstaklega ógeðfellda árás en honum er gefið að sök að hafa troðið saur í munn samfanga síns og slegið hann síðan tvisvar til þrisvar í höfuð og líkama. Árásin náðist á myndband. 13. janúar 2014 15:21 Misþyrmdi samfanga Baldur Kolbeinsson, fangi á Litla-Hrauni, sem ákærður hefur verið fyrir árás á samfanga sinn er gefið að sök að hafa meðal annars safnað töluverðu magni af mannasaur í poka og troðið saurnum upp í munn annars fanga. 13. janúar 2014 21:05 Matthías Máni játaði þjófnað á flóttanum Strokufanginn Matthías Máni Erlingsson tók sér ýmislegt til handargagns á flóttanum undan réttvísinni. 17. september 2013 16:04 Ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Matthías Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa sunnudaginn 15. september 2013, í útivistargarði fangelsisins Litla-Hrauni, veist í félagi með ofbeldi að Matthíasi Mána Erlingssyni samfanga sínum, slegið og sparkað ítrekað í höfuð hans og líkama. 19. maí 2014 20:43 Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun Eggert Kári Kristjánsson var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að hafa nauðgað stúlku á heimili sínu í maí á síðasta ári. 1. júní 2011 09:27 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara á hendur síbrotamönnunum Baldri Kolbeinssyni og Eggerti Kára Kristjánssyni fyrir árás á refsifangann Matthías Mána Erlingsson hófst í morgun í Héraðsdómi Suðurlands. Matthías varð fyrir fólskulegri árás fyrrnefndra samfanga sinna í september á síðasta ári. Árásin átti sér stað í útivistargarði fangelsins Litla-Hrauni. Matthías bar fyrir sig minnisleysi í vitnaleiðslum í morgun. Hann sagðist ekki muna hvaða áverka hann hefði hlotið vegna árásarinnar en munu samfangar hans, Baldur og Eggert, hafa greitt honum ótal högg í andlit og höfuð. Notuðu þeir meðal annars lás til verksins. Í kjölfarið hlaut Matthías þrjá skurði á enni. Aðspurður hvort hann hafi hlotið einhver ör á líkama sagðist hann ekki vita til þess. „Ég er ekki læknir. Ég er með fullt af örum á líkamanum,“ sagði Matthías í vitnaleiðslum. Matthías sagðist ekkert muna en aðspurður svaraði hann því til að hann myndi næst eftir sér í tölvuleik. „Ég var í Fight night. Ég var Tyson og hinn Muhammed Ali.“ Aðspurður hvort hann myndi eitthvað meira svaraði hann: „Ég er meðvituð vera. En ég er kannski bara með Alzheimer,“ og gaf ekki frekari skýringar á því. Baldur Kolbeinsson, 24 ára, hefur hlotið fjölda refsidóma frá sautján ára aldri en Eggert Kári, 23 ára, á styttri refsiferil að baki. Þeir voru báðir færðir í einangrun eftir árásina. Matthías var dæmdur árið 2012 í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Þá vakti flótti hans úr fangelsinu Litla Hrauni í desember 2012 mikla athygli.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Dómsmál Tengdar fréttir Þetta er leiðin sem Matthías Máni fór á flóttanum Við yfirheyrslu yfir Matthíasi Mána á Litla Hrauni í gær upplýsti hann um leiðir sínar eftir strokið frá Litla Hrauni. Matthías hefur ekki viljað segja frá hvernig hann komst út af fangelsislóðinni. Allt bendir til að hann hafi farið yfir girðingarnar tvær. Eftir að hann var kominn út hélt hann til austurs ofan við Stokkseyri með stefnu að Neistastöðum í Flóa þar sem hann komst inn í sumarbústað. 28. desember 2012 11:17 Ráðist á Matthías Mána á Litla-Hrauni Refsifanginn Matthías Máni Erlingsson, sem var í fréttum um jólin í fyrra þegar hann strauk af Litla-Hrauni, var fluttur á sjúkrahús á Selfossi í gær eftir að hafa orðið fyrir árás tveggja samfanga sinna í útivistartíma. 13. september 2013 07:00 Ákærður fyrir ógeðfellda árás á samfanga Baldur Kolbeinsson er ákærður fyrir er sérstaklega ógeðfellda árás en honum er gefið að sök að hafa troðið saur í munn samfanga síns og slegið hann síðan tvisvar til þrisvar í höfuð og líkama. Árásin náðist á myndband. 13. janúar 2014 15:21 Misþyrmdi samfanga Baldur Kolbeinsson, fangi á Litla-Hrauni, sem ákærður hefur verið fyrir árás á samfanga sinn er gefið að sök að hafa meðal annars safnað töluverðu magni af mannasaur í poka og troðið saurnum upp í munn annars fanga. 13. janúar 2014 21:05 Matthías Máni játaði þjófnað á flóttanum Strokufanginn Matthías Máni Erlingsson tók sér ýmislegt til handargagns á flóttanum undan réttvísinni. 17. september 2013 16:04 Ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Matthías Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa sunnudaginn 15. september 2013, í útivistargarði fangelsisins Litla-Hrauni, veist í félagi með ofbeldi að Matthíasi Mána Erlingssyni samfanga sínum, slegið og sparkað ítrekað í höfuð hans og líkama. 19. maí 2014 20:43 Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun Eggert Kári Kristjánsson var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að hafa nauðgað stúlku á heimili sínu í maí á síðasta ári. 1. júní 2011 09:27 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Þetta er leiðin sem Matthías Máni fór á flóttanum Við yfirheyrslu yfir Matthíasi Mána á Litla Hrauni í gær upplýsti hann um leiðir sínar eftir strokið frá Litla Hrauni. Matthías hefur ekki viljað segja frá hvernig hann komst út af fangelsislóðinni. Allt bendir til að hann hafi farið yfir girðingarnar tvær. Eftir að hann var kominn út hélt hann til austurs ofan við Stokkseyri með stefnu að Neistastöðum í Flóa þar sem hann komst inn í sumarbústað. 28. desember 2012 11:17
Ráðist á Matthías Mána á Litla-Hrauni Refsifanginn Matthías Máni Erlingsson, sem var í fréttum um jólin í fyrra þegar hann strauk af Litla-Hrauni, var fluttur á sjúkrahús á Selfossi í gær eftir að hafa orðið fyrir árás tveggja samfanga sinna í útivistartíma. 13. september 2013 07:00
Ákærður fyrir ógeðfellda árás á samfanga Baldur Kolbeinsson er ákærður fyrir er sérstaklega ógeðfellda árás en honum er gefið að sök að hafa troðið saur í munn samfanga síns og slegið hann síðan tvisvar til þrisvar í höfuð og líkama. Árásin náðist á myndband. 13. janúar 2014 15:21
Misþyrmdi samfanga Baldur Kolbeinsson, fangi á Litla-Hrauni, sem ákærður hefur verið fyrir árás á samfanga sinn er gefið að sök að hafa meðal annars safnað töluverðu magni af mannasaur í poka og troðið saurnum upp í munn annars fanga. 13. janúar 2014 21:05
Matthías Máni játaði þjófnað á flóttanum Strokufanginn Matthías Máni Erlingsson tók sér ýmislegt til handargagns á flóttanum undan réttvísinni. 17. september 2013 16:04
Ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Matthías Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa sunnudaginn 15. september 2013, í útivistargarði fangelsisins Litla-Hrauni, veist í félagi með ofbeldi að Matthíasi Mána Erlingssyni samfanga sínum, slegið og sparkað ítrekað í höfuð hans og líkama. 19. maí 2014 20:43
Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun Eggert Kári Kristjánsson var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að hafa nauðgað stúlku á heimili sínu í maí á síðasta ári. 1. júní 2011 09:27