Enski boltinn

Hernandez orðaður við Real Madrid

Hernandez átti slakan leik í neyðarlegu 0-4 tapi gegn MK Dons á dögunum.
Hernandez átti slakan leik í neyðarlegu 0-4 tapi gegn MK Dons á dögunum. Vísir/Getty
Samkvæmt heimildum SkySports hafa Manchester United og Real Madrid komist að samkomulagi um að Real Madrid fái Javier Hernandez á láni út tímabilið.

Framherjinn er ósáttur hjá Manchester United en hann hefur þurft að sætta sig við mikla bekkjarsetu öll ár sín hjá félaginu. Hefur hann leikið 102 leiki fyrir félagið í ensku úrvalsdeildinni á fjórum tímabilum en aðeins byrjað inná 49 sinnum.

Hernandez hefur verið orðaður við bæði Valencia og Juventus að undanförnu en samkvæmt heimildum SkySports hefur Real Madrid komist að samkomulagi við Manchester United.

Talið var víst að Real Madrid myndi leggja áherslu á að kaupa kólumbíska framherjann Falcao en forráðamenn Real Madrid eru ekki tilbúnir að greiða verðmiðann sem Monaco setur á hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×