Innlent

Vill svör um hleranir

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Helgi Hrafn vill sundurgreindar upplýsingar um í hversu mörgum tilvikum þar sem hlerun var beitt hafi sá sem var hleraður ekki verið ákærður eða sýknaður ef ákært var.
Helgi Hrafn vill sundurgreindar upplýsingar um í hversu mörgum tilvikum þar sem hlerun var beitt hafi sá sem var hleraður ekki verið ákærður eða sýknaður ef ákært var. Vísir / GVA
Tveir þingmenn Pírata lögðu í dag fram fimm fyrirspurnir til ráðherra sem snúa að rannsóknum á einstaklingum. Spurningunum er beint til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem nýverið tók við hlutverki dómsmálaráðherra.

Spurt er um opnun sendibréfa, haldlagningu netþjóna, ástæður hlerana frá ársbyrjun 2008, aðgengi handhafa rannsóknarheimilda að upplýsingum og sendingu sönnunargagna með tölvupósti.

Spurningarnar eru flestar í nokkrum liðum en spurt er um mismunandi löng tímabil.

Ein af spurningunum sem Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður hefur lagt fram er hversu oft hefur verið beðið um heimild til hlerunar frá ársbyrjun 2008, flokkað eftir mánuðum og tegund brota sem til rannsóknar voru.

Tekist hefur verið á um hleranir en í viðtali við Fréttablaðið um síðustu helgi talaði Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumann hjá embætti sérstaks saksóknara, um að hann hefði orðið þess strax áskynja að embættið hleraði símtöl verjenda við skjólstæðinga. Það er óheimilt samkvæmt sakamálalögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×