Innlent

Vill nöfn þeirra sem hafa verið ráðnir án auglýsinga

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Samtals hefur Katrín lagt fram ellefu fyrirspurnir vegna ráðninga starfsmanna í stjórnarráðinu.
Samtals hefur Katrín lagt fram ellefu fyrirspurnir vegna ráðninga starfsmanna í stjórnarráðinu. Vísir / GVA
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, hefur lagt fram fyrirspurnir til allra ráðherra þar sem hún vill svör um ráðningar starfsmanna í störf sem ekki hafa verið auglýst. Hún vill meðal annars vita nöfn umræddra starfsmanna.

Katrín spyr hvaða aðstoðarmenn, ráðgjafar eða starfsmenn í sérverkefnum, í fullu starfi eða hlutastarfi, hafa verið ráðnir til starfa í ráðuneytinu frá og með 1. júní 2013. Hún vill að upplýsingarnar séu sundurgreindar eftir hver viðkomandi starfsmaður sé, hvaða verkefnum hann var ráðinn til að sinna og hversu lengi viðkomandi var starfandi í ráðuneytinu.



Ráðningar aðstoðarmanna hafa verið ræddar allt frá því að ný ríkisstjórn var skipuð. Sjaldan hafa jafn margir aðstoðarmenn verið að störfum í stjórnarráðinu. Ríkisstjórnin hefur sextán aðstoðarmenn á sínum snærum en þar af starfar einn launalaust og annar í tímabundnu fríi vegna ákæru fyrir brot í starfi.



Þá liggur einnig fyrir að fjölmargir ráðgjafar og starfsmenn í sérverkefnum hafa verið ráðnir frá því að stjórnin tók við völdum en ekkert yfirlit yfir þann fjölda er birt á vefsvæðum stjórnarráðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×