Apple hjálpar notendum að losa sig við U2 Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2014 19:12 Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, og U2 á kynningunni. Vísir/AFP Á kynningu Apple á Apple Watch og iPhone 6 og 6 plus þann 9. september síðastliðinn, steig hljómsveitin U2 á svið og flutti nýtt lag af plötunni Songs of Innocence. Eftir kynninguna urðu árvökulir notendur iTunes tónlistarspilarans varir við að plötunni hafði verið niðurhalað í tölvu þeirra. Án kostnaðar, en þó án samþykkis. Margir hverjir kunnu þó ekki að meta þetta framlag Apple. Einhverjir settur sig í samband við fyrirtækið því þau kunnu ekki að eyða lögunum af tölvum sínum. „Hluti viðskiptavina okkar óskuðu eftir leiðum til að eyða Songs of Innocence úr tölvum sínum,“ hefur BBC eftir Adam Howorth, talsmanni Apple. Fyrirtækið útbjó því einfalda leið svo notendur gætu auðveldlega eytt lögunum. Fimm hundruð milljónir manna í 119 löndum fengu ókeypis aðgang að lögum U2. Bono, söngvari U2, skrifaði á heimasíðu hljómsveitarinnar að margir sem hafi aldrei áður hlustað á lög þeirra gætu gert það nú. Þar tók hann fram að Apple hafi greitt fyrir ómakið. BBC telur að samstarf Apple við U2 hafi kostað allt að hundrað milljónir dala, eða um tólf milljarða króna. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Á kynningu Apple á Apple Watch og iPhone 6 og 6 plus þann 9. september síðastliðinn, steig hljómsveitin U2 á svið og flutti nýtt lag af plötunni Songs of Innocence. Eftir kynninguna urðu árvökulir notendur iTunes tónlistarspilarans varir við að plötunni hafði verið niðurhalað í tölvu þeirra. Án kostnaðar, en þó án samþykkis. Margir hverjir kunnu þó ekki að meta þetta framlag Apple. Einhverjir settur sig í samband við fyrirtækið því þau kunnu ekki að eyða lögunum af tölvum sínum. „Hluti viðskiptavina okkar óskuðu eftir leiðum til að eyða Songs of Innocence úr tölvum sínum,“ hefur BBC eftir Adam Howorth, talsmanni Apple. Fyrirtækið útbjó því einfalda leið svo notendur gætu auðveldlega eytt lögunum. Fimm hundruð milljónir manna í 119 löndum fengu ókeypis aðgang að lögum U2. Bono, söngvari U2, skrifaði á heimasíðu hljómsveitarinnar að margir sem hafi aldrei áður hlustað á lög þeirra gætu gert það nú. Þar tók hann fram að Apple hafi greitt fyrir ómakið. BBC telur að samstarf Apple við U2 hafi kostað allt að hundrað milljónir dala, eða um tólf milljarða króna.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira