Sambandsleysið á Vestfjörðum hefði ekki átt að koma neinum á óvart Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2014 17:22 Innanríkisráðherra gat ekki svarað því hvenær hringtengingu ljósleiðara yrði komin á Vestfjörðum. Myndin er frá Flateyri. Vísir/Anton Brink Sérstök umræða fór fram á Alþingi í dag um stöðu og öryggi í fjarskiptum á landsbyggðinni og uppbyggingu háhraðatengingar í dreifbýli. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hóf umræðuna og var tilefnið ærið þar sem skemmst er að minnast þess þegar Vestfirðir misstu samband sitt við umheiminn í marga klukkutíma í lok ágúst. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, var til andsvara. Þingmenn úr öllum flokkum tóku til máls og voru allir sammála um að tryggja þyrfti fjarskiptasamband í dreifbýli þar sem það væri fyrst og fremst mikið öryggismál en einnig mikilvægt fyrir atvinnuuppbyggingu. Þingmönnum var skiljanlega tíðrætt um ástandið á Vestfjörðum en þar er ekki hringtenging ljósleiðara. Lilja Rafney spurði ráðherra út í hvenær hringtengingu ljósleiðara yrði komið á en ráðherra gat ekki svarað því nákvæmlega. Hanna Birna sagðist hins vegar hafa falið Fjarskiptasjóði að styrkja lagningu ljósleiðara frá Súðavík að Brú í Hrútafirði í gegnum Hólmavík og þannig ætti að koma á hringtengingu á svæðinu.Jóhanna María Sigmundsdóttir sagði ekki hægt að tala um fjarskipti og öryggi í sömu setningu á sínum heimalóðum en hún er fædd og uppalin við ÍsafjarðardjúpNokkrir þingmenn höfðu orð á því að sambandsleysið sem kom upp á Vestfjörðum hefði ekki átt að koma neinum á óvart, hvorki stjórnmálamönnum né fjarskiptafyrirtækjum, þar sem lengi hefði verið vitað að úrbóta væri þörf í fjarskiptakerfinu. Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins sem er fædd og uppalin við Ísafjarðardjúp, sagði til dæmis að á sínum heimaslóðum væri aldrei talað um öryggi og fjarskipti í sömu setningunni. Við lok umræðunnar sagðist Lilja Rafney gjarnan vilja heyra að verið væri að leggja meiri fjármuni í að leggja háhraðatengingu og ljósleiðara á Vestfjörðum. Hanna Birna svaraði því til að það væri í höndum Alþingis að meta hvort meiri fjármunum yrði varið í verkefnið; hér væri verið að glíma við hið eilífa vandamál þingsins: takmarkað fjármagn. Alþingi Tengdar fréttir Sambandsleysi á Vestfjörðum Fjarskiptaþjónusta á Vestfjörðum er að hluta úti eftir að bilun varð í stofnkerfi Mílu upp úr klukkan hálf tíu í morgun. 26. ágúst 2014 11:44 „Ótækt er að heill landshluti verði skyndilega sambandslaus“ Margar spurningar varðandi fjarskipti á Vestfjörðum hafa vaknað í kjölfar bilunar á stofnneti Mílu síðasta þriðjudag. Míla hefur beðist afsökunar á biluninni. 29. ágúst 2014 17:22 Krefjast þess að ljósleiðari verði hringtengdur Bæjarráð Bolungarvíkur fundaði í kvöld vegna þeirra stöðu sem kom upp í dag á Vestfjörðum en fjarskiptaþjónustan á svæðinu var að hluta úti eftir að bilun varð í stofnkerfi Mílu. 26. ágúst 2014 21:05 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sérstök umræða fór fram á Alþingi í dag um stöðu og öryggi í fjarskiptum á landsbyggðinni og uppbyggingu háhraðatengingar í dreifbýli. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hóf umræðuna og var tilefnið ærið þar sem skemmst er að minnast þess þegar Vestfirðir misstu samband sitt við umheiminn í marga klukkutíma í lok ágúst. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, var til andsvara. Þingmenn úr öllum flokkum tóku til máls og voru allir sammála um að tryggja þyrfti fjarskiptasamband í dreifbýli þar sem það væri fyrst og fremst mikið öryggismál en einnig mikilvægt fyrir atvinnuuppbyggingu. Þingmönnum var skiljanlega tíðrætt um ástandið á Vestfjörðum en þar er ekki hringtenging ljósleiðara. Lilja Rafney spurði ráðherra út í hvenær hringtengingu ljósleiðara yrði komið á en ráðherra gat ekki svarað því nákvæmlega. Hanna Birna sagðist hins vegar hafa falið Fjarskiptasjóði að styrkja lagningu ljósleiðara frá Súðavík að Brú í Hrútafirði í gegnum Hólmavík og þannig ætti að koma á hringtengingu á svæðinu.Jóhanna María Sigmundsdóttir sagði ekki hægt að tala um fjarskipti og öryggi í sömu setningu á sínum heimalóðum en hún er fædd og uppalin við ÍsafjarðardjúpNokkrir þingmenn höfðu orð á því að sambandsleysið sem kom upp á Vestfjörðum hefði ekki átt að koma neinum á óvart, hvorki stjórnmálamönnum né fjarskiptafyrirtækjum, þar sem lengi hefði verið vitað að úrbóta væri þörf í fjarskiptakerfinu. Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins sem er fædd og uppalin við Ísafjarðardjúp, sagði til dæmis að á sínum heimaslóðum væri aldrei talað um öryggi og fjarskipti í sömu setningunni. Við lok umræðunnar sagðist Lilja Rafney gjarnan vilja heyra að verið væri að leggja meiri fjármuni í að leggja háhraðatengingu og ljósleiðara á Vestfjörðum. Hanna Birna svaraði því til að það væri í höndum Alþingis að meta hvort meiri fjármunum yrði varið í verkefnið; hér væri verið að glíma við hið eilífa vandamál þingsins: takmarkað fjármagn.
Alþingi Tengdar fréttir Sambandsleysi á Vestfjörðum Fjarskiptaþjónusta á Vestfjörðum er að hluta úti eftir að bilun varð í stofnkerfi Mílu upp úr klukkan hálf tíu í morgun. 26. ágúst 2014 11:44 „Ótækt er að heill landshluti verði skyndilega sambandslaus“ Margar spurningar varðandi fjarskipti á Vestfjörðum hafa vaknað í kjölfar bilunar á stofnneti Mílu síðasta þriðjudag. Míla hefur beðist afsökunar á biluninni. 29. ágúst 2014 17:22 Krefjast þess að ljósleiðari verði hringtengdur Bæjarráð Bolungarvíkur fundaði í kvöld vegna þeirra stöðu sem kom upp í dag á Vestfjörðum en fjarskiptaþjónustan á svæðinu var að hluta úti eftir að bilun varð í stofnkerfi Mílu. 26. ágúst 2014 21:05 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sambandsleysi á Vestfjörðum Fjarskiptaþjónusta á Vestfjörðum er að hluta úti eftir að bilun varð í stofnkerfi Mílu upp úr klukkan hálf tíu í morgun. 26. ágúst 2014 11:44
„Ótækt er að heill landshluti verði skyndilega sambandslaus“ Margar spurningar varðandi fjarskipti á Vestfjörðum hafa vaknað í kjölfar bilunar á stofnneti Mílu síðasta þriðjudag. Míla hefur beðist afsökunar á biluninni. 29. ágúst 2014 17:22
Krefjast þess að ljósleiðari verði hringtengdur Bæjarráð Bolungarvíkur fundaði í kvöld vegna þeirra stöðu sem kom upp í dag á Vestfjörðum en fjarskiptaþjónustan á svæðinu var að hluta úti eftir að bilun varð í stofnkerfi Mílu. 26. ágúst 2014 21:05