Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - Keflavík 0-2 | Aukaspyrnumörk í Garðarbæ Anton Ingi Leifsson á Samsung-vellinum skrifar 14. september 2014 00:01 Aukaspyrnumörk Pablo Punyed og Veigar Páls Gunnarsson tryggðu Stjörnunni sigur á Keflavík í kvöld, en leikið var í flóðljósum á Samsung-vellinum. Hræðilegar aðstæður gerðu leikmönnum erfitt fyrir, en ausandi rigning var sem og strekkings vindur. Stjörnumenn voru sterkari og innbyrtu stigin þrjú sem eru gífurlega mikilvæg í baráttunni við FH um Íslandsmeistaratitilinn. Stjarnan byrjaði í 4-4-2, en Rolf Toft og Veigar Páll Gunnarsson voru í fremstu víglínu. Ólafur Karl Finsen sat á bekknum ásamt Niclas Vemmelund, en það kom mest á óvart í liðsskipun dagsins. Heiðar Ægisson stóð sig vel í síðasta leik gegn KR í hægri bakverðinum og hann hélt sæti sínu verðskuldað. Hjá Keflavík var aðeins breytt út á vananum og hent í tígulmiðju. Einar Orri Einarsson var aftastur á miðjunni með þá Sindra Snæ Magnússon og Frans Elvarsson sitthvoru megin við sig. Elías Már Ómarsson spilaði svo í þessari svokölluðu "holu" fyrir aftan framherjana Theodór Guðna Halldórsson og Hörð Sveinsson. Leikurinn var í járnum framan af, en Stjörnumenn áttu ívið betri færi og skoruðu fyrsta markið eftir 25. mínútur. Þeir fengu þá aukapsyrnu rétt fyrir utan teig og þar mætti Pablo Punyed og skrúfaði boltann í netið, keimlíkt markinu sem hann skoraði gegn Þór í uppbótartíma í sumar. Ekki batnaði ástandið þegar Elías Már, besti leikmaður Keflavíkur í sumar þurfti að fara af velli vegna meiðsla, en eftir markið virtust gestirnir færa sig aðeins framar. Þeir sköpuðu sér þó enginn hættuleg færi, fyrr en í uppbótartíma þegar Hörður Sveinsson skallaði boltann í slá.Hörður Árnason var með áætlunarferðir upp vinstri vænginn hjá Stjörnunni og gaf frábærar sendingar fyrir markið sem heimamenn náðu þó ekki að nýta sér. Það voru rennblautir leikmenn sem gengu til búningsherbergja í hálfleik, en veðrið var ansi skrautlegt á Stjörnuvelli í kvöld. Í síðari hálfleik var svipað uppá teningnum. Það var rosalega lítið um opin markfæri og það var erfitt að segja til hvort liðið hafi verð betri aðilinn. Stjörnumenn voru ívið meira með boltann, en voru stálheppnir að Hörður Sveinsson hafi ekki jafnað metin þegar 70 mínútur voru liðnar af leiknum þegar Hörður Sveinsson fékk ákjósanlegt færi eftir ævintýraleg mistök Ingvars í markinu. Varnarmenn Stjörnunnar náðu, sem betur fer fyrir Ingvar, að henda sér fyrir boltann. Á síðustu mínútum leiksins vantaði ekki dramatíkina. Á 89. mínútu gerðu gestirnir tilkalls til vítaspyrnu þegar boltinn virtist fara í hönd Harðars Árnasonar, en ekkert var dæmt. Stjörnumenn geystust í sókn, brotið var á Pablo Punyed rétt fyrir utan teig. Fyrirliðinn Veigar Páll Gunnarsson fékk að taka þessa aukaspyrnu og skoraði eftir hörmuleg mistök Sandqvist í markinu. Lokatölur 2-0 og Stjarnan áfram enn taplaus. Eins og fyrr segir hafa Stjörnumenn oft spilað betur en í kvöld og spilaða veðrið stóra rullu hjá báðum liðum, en það var afar slæmt vægt til orða tekið. Þeir fengu þó stigin þrjú og um það snýst leikurinn; að sækja stigin þrjú og það tókst fullkomlega hjá Stjörnumönnum. Stjarnan minnkaði mun FH aftur í tvö stig eftir að Hafnarfjarðarliðið hafi náð fimm stiga forystu fyrr í dag. Keflvíkingar spiluðu ágætlega í dag, en ekki nægilega vel til að vinna Stjörnuna. Þeir eru enn í bullandi fallbaráttu; með nítján stig í níunda sæti og þremur stigum fyrir ofan fallsæti. Fram og Fjölnir eru í tíunda og ellefta sæti, en þau lið mætast einmitt á Laugardalsvelli á morgun.Kristján Guðmundsson: Mun auðveldara að dæma á okkur „Okkur sýndist það að þetta hafi átt að vera víti. Hann fer ekkert í neinn annan líkamshluta áður en hann fer í höndina á honum og við teljum að þetta hafi átt að vera víti," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur í leikslok, aðspurður út í atvik undir lok leiksins. Boltinn virtist þá fara í hönd Harðars Árnasonar eftir fyrirgjöf Bojans Stefáns, en Þóroddur Hjaltalín dómari og hans aðstoðarmenn dæmdu ekkert. „Það var mun auðveldara að dæma á okkur og ég var ósáttur með dómgæsluna í dag," og aðspurður hvað hann hafi verið ósáttur með í dómgæslunni svaraði Kristján: „Þeir fengu ódýrar aukaspyrnur sem þeir skora úr og auðveldara að dæma á okkur yfir höfuð. Sending til baka hjá þeim og það var ekki dæmt á það og þeir skora annað markið upp úr því. Það er hægt að týna ýmislegt til." „Frammistaðan var fín. Þetta var jafn leikur og eitt stig var á borðinu ef allir hefðu verið í lagi inná vellinum." „Það var mjög erfitt að ráða vindinn og þegar við eigum þrjú skot í röð inná vítateignum hjá þeim þá sögðu strákarnir að það hafi verið mjög erfitt að hemja boltann," en hvað fannst Kristjáni um rauða spjaldið sem Einar Orri fékk? „Það er svo auðvelt að dæma á Einar, en hann er orðið ákveðið fórnarlamb í þessu öllu saman. Það er afskaplega auðvelt að dæma á hann og gefa honum spjöld, en hann er klaufi í seinna spjaldinu. Ég get ekki kvartað yfir þvi." Hvernig sér Kristján leikina þrjá sem eftir eru? „Stigin koma ef við sýnum frammistöðu eins og hér í dag. Við tókum völdin á miðjunni í síðari hálfleik, en náum ekki að skapa nægilega opin færi. Þessi leikur er dálítið tímabilið í hnotskurn," sagði Kristján við fjölmiðla í leikslok.Rúnar Páll: Heiðar spilaði nánast óaðfinnalega „Þeir voru ekki að skapa neitt, þannig þetta var ekkert stress. Það var smá stress þegar Ingvar var eitthvað að fíflast þarna í teignum, en annars leið mér vel allan leikinn. Við vorum yfirburðar betra liðið og ég hafði ekki miklar áhyggjur af þessu," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, í leikslok. „Það var leiðindaveður, en það er bara eins og það er á Íslandi. Það var þá gott að vera á gervigrasi, en ekki á grasi í eitthverjum pollum." „Mér fannst við vera yfirspila þá í fyrri hálfleik og fórum margsinnis upp kantana og sköpuðum okkur færi. Þeir sköpuðu sér 0 í fyrir hálfleik og eigilega öllum leiknum. Ég er mjög ánægður með okkar leik." „Þetta var dýrmæt pása. Það var fínt að fá að æfa aðeins. Við erum bara búnir að vera í undirbúning fyrir leiki og svo meðhöndlun eftir leiki, en loksins fengum við að æfa. Strákarnir fengu frí síðustu helgi og þeir höfðu gott af því að fá smá frí." Rúnar Páll sér fram á hörkubaráttu við FH fram að síðustu umferð og segir að sínir menn þurfa að vera á tánum í öllum þeim leikjum sem eftir eru. „Við eigum Víking á fimmtudaginn og við þurfum að klára þessa leiki áður en kemur að þessum FH leik. Mótið getur verið búið áður en sá leikur byrjar, þannig við sjáum hvernig næstu leikir fara. Þetta er strembin vika fyrir okkur og erfiðir leikir framundan." „Við vitum að FH er með frábært lið og frábæran mannskap. Þeir geta alltaf stillt upp mjög sterku liði og við vitum það að þeir klára sína leiki. Þeir eiga erfiðan leik gegn KR á fimmtudaginn og við þurfum að klára okkar leik gegn Víking í þessari baráttu." „Ólafur Karl er búinn að spila tvo landsleiki á síðustu viku og var stífur í kálfanum og við vildum hvíla hann. Við getum stillt upp ágætis liði og það kemur maður í manns stað." „Heiðar spilaði vel gegn KR og spilaði vel í kvöld. Niclas er smá lemstraður, en þessir drengir hafa staðið sig mjög vel. Heiðar spilar nánast óaðfinnalega í hægri bakverðinum og það er bara mjög jákvætt," sagði Rúnar Páll að lokum.Stjörnumenn unnu sjötta leikinn af síðustu sjö.Vísir/Ernir Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Aukaspyrnumörk Pablo Punyed og Veigar Páls Gunnarsson tryggðu Stjörnunni sigur á Keflavík í kvöld, en leikið var í flóðljósum á Samsung-vellinum. Hræðilegar aðstæður gerðu leikmönnum erfitt fyrir, en ausandi rigning var sem og strekkings vindur. Stjörnumenn voru sterkari og innbyrtu stigin þrjú sem eru gífurlega mikilvæg í baráttunni við FH um Íslandsmeistaratitilinn. Stjarnan byrjaði í 4-4-2, en Rolf Toft og Veigar Páll Gunnarsson voru í fremstu víglínu. Ólafur Karl Finsen sat á bekknum ásamt Niclas Vemmelund, en það kom mest á óvart í liðsskipun dagsins. Heiðar Ægisson stóð sig vel í síðasta leik gegn KR í hægri bakverðinum og hann hélt sæti sínu verðskuldað. Hjá Keflavík var aðeins breytt út á vananum og hent í tígulmiðju. Einar Orri Einarsson var aftastur á miðjunni með þá Sindra Snæ Magnússon og Frans Elvarsson sitthvoru megin við sig. Elías Már Ómarsson spilaði svo í þessari svokölluðu "holu" fyrir aftan framherjana Theodór Guðna Halldórsson og Hörð Sveinsson. Leikurinn var í járnum framan af, en Stjörnumenn áttu ívið betri færi og skoruðu fyrsta markið eftir 25. mínútur. Þeir fengu þá aukapsyrnu rétt fyrir utan teig og þar mætti Pablo Punyed og skrúfaði boltann í netið, keimlíkt markinu sem hann skoraði gegn Þór í uppbótartíma í sumar. Ekki batnaði ástandið þegar Elías Már, besti leikmaður Keflavíkur í sumar þurfti að fara af velli vegna meiðsla, en eftir markið virtust gestirnir færa sig aðeins framar. Þeir sköpuðu sér þó enginn hættuleg færi, fyrr en í uppbótartíma þegar Hörður Sveinsson skallaði boltann í slá.Hörður Árnason var með áætlunarferðir upp vinstri vænginn hjá Stjörnunni og gaf frábærar sendingar fyrir markið sem heimamenn náðu þó ekki að nýta sér. Það voru rennblautir leikmenn sem gengu til búningsherbergja í hálfleik, en veðrið var ansi skrautlegt á Stjörnuvelli í kvöld. Í síðari hálfleik var svipað uppá teningnum. Það var rosalega lítið um opin markfæri og það var erfitt að segja til hvort liðið hafi verð betri aðilinn. Stjörnumenn voru ívið meira með boltann, en voru stálheppnir að Hörður Sveinsson hafi ekki jafnað metin þegar 70 mínútur voru liðnar af leiknum þegar Hörður Sveinsson fékk ákjósanlegt færi eftir ævintýraleg mistök Ingvars í markinu. Varnarmenn Stjörnunnar náðu, sem betur fer fyrir Ingvar, að henda sér fyrir boltann. Á síðustu mínútum leiksins vantaði ekki dramatíkina. Á 89. mínútu gerðu gestirnir tilkalls til vítaspyrnu þegar boltinn virtist fara í hönd Harðars Árnasonar, en ekkert var dæmt. Stjörnumenn geystust í sókn, brotið var á Pablo Punyed rétt fyrir utan teig. Fyrirliðinn Veigar Páll Gunnarsson fékk að taka þessa aukaspyrnu og skoraði eftir hörmuleg mistök Sandqvist í markinu. Lokatölur 2-0 og Stjarnan áfram enn taplaus. Eins og fyrr segir hafa Stjörnumenn oft spilað betur en í kvöld og spilaða veðrið stóra rullu hjá báðum liðum, en það var afar slæmt vægt til orða tekið. Þeir fengu þó stigin þrjú og um það snýst leikurinn; að sækja stigin þrjú og það tókst fullkomlega hjá Stjörnumönnum. Stjarnan minnkaði mun FH aftur í tvö stig eftir að Hafnarfjarðarliðið hafi náð fimm stiga forystu fyrr í dag. Keflvíkingar spiluðu ágætlega í dag, en ekki nægilega vel til að vinna Stjörnuna. Þeir eru enn í bullandi fallbaráttu; með nítján stig í níunda sæti og þremur stigum fyrir ofan fallsæti. Fram og Fjölnir eru í tíunda og ellefta sæti, en þau lið mætast einmitt á Laugardalsvelli á morgun.Kristján Guðmundsson: Mun auðveldara að dæma á okkur „Okkur sýndist það að þetta hafi átt að vera víti. Hann fer ekkert í neinn annan líkamshluta áður en hann fer í höndina á honum og við teljum að þetta hafi átt að vera víti," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur í leikslok, aðspurður út í atvik undir lok leiksins. Boltinn virtist þá fara í hönd Harðars Árnasonar eftir fyrirgjöf Bojans Stefáns, en Þóroddur Hjaltalín dómari og hans aðstoðarmenn dæmdu ekkert. „Það var mun auðveldara að dæma á okkur og ég var ósáttur með dómgæsluna í dag," og aðspurður hvað hann hafi verið ósáttur með í dómgæslunni svaraði Kristján: „Þeir fengu ódýrar aukaspyrnur sem þeir skora úr og auðveldara að dæma á okkur yfir höfuð. Sending til baka hjá þeim og það var ekki dæmt á það og þeir skora annað markið upp úr því. Það er hægt að týna ýmislegt til." „Frammistaðan var fín. Þetta var jafn leikur og eitt stig var á borðinu ef allir hefðu verið í lagi inná vellinum." „Það var mjög erfitt að ráða vindinn og þegar við eigum þrjú skot í röð inná vítateignum hjá þeim þá sögðu strákarnir að það hafi verið mjög erfitt að hemja boltann," en hvað fannst Kristjáni um rauða spjaldið sem Einar Orri fékk? „Það er svo auðvelt að dæma á Einar, en hann er orðið ákveðið fórnarlamb í þessu öllu saman. Það er afskaplega auðvelt að dæma á hann og gefa honum spjöld, en hann er klaufi í seinna spjaldinu. Ég get ekki kvartað yfir þvi." Hvernig sér Kristján leikina þrjá sem eftir eru? „Stigin koma ef við sýnum frammistöðu eins og hér í dag. Við tókum völdin á miðjunni í síðari hálfleik, en náum ekki að skapa nægilega opin færi. Þessi leikur er dálítið tímabilið í hnotskurn," sagði Kristján við fjölmiðla í leikslok.Rúnar Páll: Heiðar spilaði nánast óaðfinnalega „Þeir voru ekki að skapa neitt, þannig þetta var ekkert stress. Það var smá stress þegar Ingvar var eitthvað að fíflast þarna í teignum, en annars leið mér vel allan leikinn. Við vorum yfirburðar betra liðið og ég hafði ekki miklar áhyggjur af þessu," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, í leikslok. „Það var leiðindaveður, en það er bara eins og það er á Íslandi. Það var þá gott að vera á gervigrasi, en ekki á grasi í eitthverjum pollum." „Mér fannst við vera yfirspila þá í fyrri hálfleik og fórum margsinnis upp kantana og sköpuðum okkur færi. Þeir sköpuðu sér 0 í fyrir hálfleik og eigilega öllum leiknum. Ég er mjög ánægður með okkar leik." „Þetta var dýrmæt pása. Það var fínt að fá að æfa aðeins. Við erum bara búnir að vera í undirbúning fyrir leiki og svo meðhöndlun eftir leiki, en loksins fengum við að æfa. Strákarnir fengu frí síðustu helgi og þeir höfðu gott af því að fá smá frí." Rúnar Páll sér fram á hörkubaráttu við FH fram að síðustu umferð og segir að sínir menn þurfa að vera á tánum í öllum þeim leikjum sem eftir eru. „Við eigum Víking á fimmtudaginn og við þurfum að klára þessa leiki áður en kemur að þessum FH leik. Mótið getur verið búið áður en sá leikur byrjar, þannig við sjáum hvernig næstu leikir fara. Þetta er strembin vika fyrir okkur og erfiðir leikir framundan." „Við vitum að FH er með frábært lið og frábæran mannskap. Þeir geta alltaf stillt upp mjög sterku liði og við vitum það að þeir klára sína leiki. Þeir eiga erfiðan leik gegn KR á fimmtudaginn og við þurfum að klára okkar leik gegn Víking í þessari baráttu." „Ólafur Karl er búinn að spila tvo landsleiki á síðustu viku og var stífur í kálfanum og við vildum hvíla hann. Við getum stillt upp ágætis liði og það kemur maður í manns stað." „Heiðar spilaði vel gegn KR og spilaði vel í kvöld. Niclas er smá lemstraður, en þessir drengir hafa staðið sig mjög vel. Heiðar spilar nánast óaðfinnalega í hægri bakverðinum og það er bara mjög jákvætt," sagði Rúnar Páll að lokum.Stjörnumenn unnu sjötta leikinn af síðustu sjö.Vísir/Ernir
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira