Innlent

Forgangsmál að skapa vistkerfi fyrir hagnýtingu internetsins

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Jón Þór Ólafsson er formaður Pírata.
Jón Þór Ólafsson er formaður Pírata. Vísir/Stefán
Forgangsmál Pírata á 144. löggjafarþingi er tillaga um að á Íslandi verði skapað vistkerfi „eins og best verður á kosið fyrir hagnýtingu internetsins og annarrar upplýsingatækni ásamt réttindavernd netnotenda.“ Þetta kom fram í ræðu Jóns Þórs Ólafssonar, formanns pírata, í eldhúsdagsumræðum sem fram fara á Alþingi nú í kvöld.

Jón Þór leiddi starfshóp í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sem skoðaði tækifæri á hagnýtingu internetsins í þágu nýsköpunar og atvinnuþróunar. Hann sagði velmegun munu vaxa hraðast í þeim löndum sem fyrst skapa kjörlendi til þess að nýta nýja tækni til fulls.

Hann, sem er 10. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, tók síðastur til máls í fyrstu umferð umræðnanna en auk hans munu taka til máls fyrir hönd Pírata þau Helgi Hrafn Gunnarsson og Birgitta Jónsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×