Notkun á nýjum 10 evru seðli er nú hafin en á næstu tveimur vikum verður 4,3 milljörðum slíkra seðla komið í umferð í álfunni.
Seðillinn minnir á þann gamla þar sem hönnunin er sótt í gríska goðafræði. Öryggisatriði hafa verið efld svo erfiðara sé að falsa seðilinn, auk þess að seðillinn er prentaður á slitsterkari pappír.
Seðillinn er nú kominn í umferð í öllum þeim átján aðildarríkjum Evrópusambandsins sem notast við evru sem gjaldmiðil.
Nýjum 5 evru seðli var komið í umferð á síðasta ári. Til stendur að endurnýja alla evruseðla á komandi árum, en til eru 5, 10, 20, 50, 100, 200 og 500 evrur seðlar.
Nýr 10 evra seðill í umferð
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks
Viðskipti innlent


Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum
Viðskipti innlent

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent

Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion
Viðskipti innlent

Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila
Viðskipti innlent

„Ég held að þú þurfir ný gleraugu“
Viðskipti innlent

Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri
Viðskipti innlent

Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra
Viðskipti innlent

Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland
Viðskipti innlent