Ísland verr undirbúið fyrir ebólu en samanburðarlöndin Hrund Þórsdóttir skrifar 8. október 2014 20:00 Hjúkrunarfræðingur var settur í einangrun á sjúkrahúsi í Madríd í morgun vegna ótta við ebólusmit svo þar eru nú alls sex í sóttkví og hefur mikill ótti gripið um sig. Einn þessara sex var fyrsta manneskjan til að smitast af ebólu utan Vestur-Afríku og í gær var fyrsti Norðurlandabúinn sem smitast hefur, norsk hjúkrunarkona, flutt til Osló. Hér á landi er unnið út frá viðbragðsáætlun síðan SARS lungnabólgan kom upp árið 2003 og búið er að ræða við til dæmis lækna í Keflavík og starfsfólk Keflavíkurflugvallar og heilsugæslustöðva. „Við erum með hlífðarfatnað og hlífðarbúnað sem er viðurkenndur af alþjóðaheilbrigðismálaráðuneytinu og erum með í pöntun í gegnum landlæknisembættið þykkari galla, þessa gulu galla sem við höfum séð í sjónvarpinu,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, settur yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. „En það er alveg ljóst að Landspítalinn er ekki á pari við stóra háskólaspítala á Norðurlöndum eða í Bandaríkjunum þar sem eru sérhæfðar einangrunarmiðstöðvar.“ Ef ebóla berst til Íslands verður deild A2, bráðalyflækningadeild á Landspítalanum í Fossvogi, lokað og þar verður ebólusjúklingum sinnt, ef á þarf að halda. Gerð hefur verið áætlun um að þjálfa starfsfólk. Nokkrir smitsjúkdómalæknar taka þátt en enn hefur hjúkrunarstarfsfólk ekki fengist í verkefnið. Ganga þarf frá tryggingamálum og greiðslum fyrir aukið álag og eru þau mál til skoðunar í vikunni. „Auðvitað er þetta erfitt og maður hefur heyrt að heilbrigðisstarfsfólk úti í heimi hafi hreinlega neitað og að vissu leyti skilur maður það mjög vel. Við fórum auðvitað í þessi störf til að hjálpa fólki en maður vill samt ekki setja sjálfan sig eða aðra í hættu,“ segir Bryndís. Hún segir litlar líkur á að ebóla breiðist út á Vesturlöndum en þó hafi hún áhyggjur af stöðunni. Engir Íslendingar starfa nú við umönnun sýktra. „Einmitt vegna þess að eins og er getum við kannski ekki alveg tryggt að okkar aðstæður séu nægilega góðar ef eitthvað skyldi koma fyrir.“ Tengdar fréttir Fyrsti maðurinn sem greindist með ebólu í Bandaríkjunum er dáinn homas Duncan, sem smitaðist ef ebólu í Líberíu, lést á sjúkrahúsi í Texas í dag. 8. október 2014 15:43 „Núna horfir heimurinn á þennan hræðilega faraldur og útbreiðslu hans“ Smitsjúkdómalæknir hjá Landsspítalanum hefur segir stöðu ebólufaraldsins grafalvarlega. 8. október 2014 10:07 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Hjúkrunarfræðingur var settur í einangrun á sjúkrahúsi í Madríd í morgun vegna ótta við ebólusmit svo þar eru nú alls sex í sóttkví og hefur mikill ótti gripið um sig. Einn þessara sex var fyrsta manneskjan til að smitast af ebólu utan Vestur-Afríku og í gær var fyrsti Norðurlandabúinn sem smitast hefur, norsk hjúkrunarkona, flutt til Osló. Hér á landi er unnið út frá viðbragðsáætlun síðan SARS lungnabólgan kom upp árið 2003 og búið er að ræða við til dæmis lækna í Keflavík og starfsfólk Keflavíkurflugvallar og heilsugæslustöðva. „Við erum með hlífðarfatnað og hlífðarbúnað sem er viðurkenndur af alþjóðaheilbrigðismálaráðuneytinu og erum með í pöntun í gegnum landlæknisembættið þykkari galla, þessa gulu galla sem við höfum séð í sjónvarpinu,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, settur yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. „En það er alveg ljóst að Landspítalinn er ekki á pari við stóra háskólaspítala á Norðurlöndum eða í Bandaríkjunum þar sem eru sérhæfðar einangrunarmiðstöðvar.“ Ef ebóla berst til Íslands verður deild A2, bráðalyflækningadeild á Landspítalanum í Fossvogi, lokað og þar verður ebólusjúklingum sinnt, ef á þarf að halda. Gerð hefur verið áætlun um að þjálfa starfsfólk. Nokkrir smitsjúkdómalæknar taka þátt en enn hefur hjúkrunarstarfsfólk ekki fengist í verkefnið. Ganga þarf frá tryggingamálum og greiðslum fyrir aukið álag og eru þau mál til skoðunar í vikunni. „Auðvitað er þetta erfitt og maður hefur heyrt að heilbrigðisstarfsfólk úti í heimi hafi hreinlega neitað og að vissu leyti skilur maður það mjög vel. Við fórum auðvitað í þessi störf til að hjálpa fólki en maður vill samt ekki setja sjálfan sig eða aðra í hættu,“ segir Bryndís. Hún segir litlar líkur á að ebóla breiðist út á Vesturlöndum en þó hafi hún áhyggjur af stöðunni. Engir Íslendingar starfa nú við umönnun sýktra. „Einmitt vegna þess að eins og er getum við kannski ekki alveg tryggt að okkar aðstæður séu nægilega góðar ef eitthvað skyldi koma fyrir.“
Tengdar fréttir Fyrsti maðurinn sem greindist með ebólu í Bandaríkjunum er dáinn homas Duncan, sem smitaðist ef ebólu í Líberíu, lést á sjúkrahúsi í Texas í dag. 8. október 2014 15:43 „Núna horfir heimurinn á þennan hræðilega faraldur og útbreiðslu hans“ Smitsjúkdómalæknir hjá Landsspítalanum hefur segir stöðu ebólufaraldsins grafalvarlega. 8. október 2014 10:07 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Fyrsti maðurinn sem greindist með ebólu í Bandaríkjunum er dáinn homas Duncan, sem smitaðist ef ebólu í Líberíu, lést á sjúkrahúsi í Texas í dag. 8. október 2014 15:43
„Núna horfir heimurinn á þennan hræðilega faraldur og útbreiðslu hans“ Smitsjúkdómalæknir hjá Landsspítalanum hefur segir stöðu ebólufaraldsins grafalvarlega. 8. október 2014 10:07
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent