Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. nóvember 2025 20:01 Yfir helmingur aðspurðra í nýrri könnun Maskínu segist bera lítið traust til Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Anton Brink Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Í könnuninni var annars vegar mælt hversu mikið traust fólk ber til tiltekinna ráðherra og hins vegar hversu lítið. Vantraust til flestra ráðherra eykst talsvert á milli kannana. Flestir bera lítið traust til Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, eða fimmtíu og fimm prósent. Þegar síðasta sambærilega könnun var gerð í janúar gegndi flokkssystir hans Ásthildur Lóa Þórsdóttir embættinu. Á milli kannana og eftir ráðherraskiptin hefur vantraustið aukist tuttugu og þrjú prósent. Næstflestir bera lítið traust til Ingu Sæland, eða um helmingur og breytist það lítið milli kannana. Í þriðja sæti er Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, með í kringum fjörutíu prósent. Þorgerður Katrín, utanríkisráðherra fylgir rétt á eftir, og því næst eru þeir Logi Einarsson, ráðherra menningar-, nýsköpunar og háskólamála, og Jóhann Páll umhverfisráðherra, sem öll mælast í kringum þrjátíu og fimm prósent. Forsætisráðherra í eftirsóttu botnsæti Aðrir ráðherrar Viðreisnar skipa sér í næstu sæti á eftir, eða þau Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra. Tæplega þrjátíu prósent segjast bera lítið traust til þeirra. Í líklega eftirsóttum botnsætum eru Alma Möller heilbrigðisráðherra og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, en um fjórðungur ber lítið traust til þeirra. Röðin er nær alfarið öfug þegar litið er á hversu mikið traust fólk ber til ráðherranna. Kristrún og Alma eru á toppnum, og ráðherrar Viðreisnar fylgja á eftir. Traust til Daða Más eykst umtalsvert á milli kannana, eða um tuttugu og eitt prósent. Ráðherrar Flokks fólksins skipa sér aftur á móti í neðstu sætin. Könnun Maskínu fór fram dagana 8. til 15.október og voru svarendur 1.232 talsins. Skoðanakannanir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira
Flestir bera lítið traust til Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, eða fimmtíu og fimm prósent. Þegar síðasta sambærilega könnun var gerð í janúar gegndi flokkssystir hans Ásthildur Lóa Þórsdóttir embættinu. Á milli kannana og eftir ráðherraskiptin hefur vantraustið aukist tuttugu og þrjú prósent. Næstflestir bera lítið traust til Ingu Sæland, eða um helmingur og breytist það lítið milli kannana. Í þriðja sæti er Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, með í kringum fjörutíu prósent. Þorgerður Katrín, utanríkisráðherra fylgir rétt á eftir, og því næst eru þeir Logi Einarsson, ráðherra menningar-, nýsköpunar og háskólamála, og Jóhann Páll umhverfisráðherra, sem öll mælast í kringum þrjátíu og fimm prósent. Forsætisráðherra í eftirsóttu botnsæti Aðrir ráðherrar Viðreisnar skipa sér í næstu sæti á eftir, eða þau Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra. Tæplega þrjátíu prósent segjast bera lítið traust til þeirra. Í líklega eftirsóttum botnsætum eru Alma Möller heilbrigðisráðherra og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, en um fjórðungur ber lítið traust til þeirra. Röðin er nær alfarið öfug þegar litið er á hversu mikið traust fólk ber til ráðherranna. Kristrún og Alma eru á toppnum, og ráðherrar Viðreisnar fylgja á eftir. Traust til Daða Más eykst umtalsvert á milli kannana, eða um tuttugu og eitt prósent. Ráðherrar Flokks fólksins skipa sér aftur á móti í neðstu sætin. Könnun Maskínu fór fram dagana 8. til 15.október og voru svarendur 1.232 talsins.
Skoðanakannanir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira