Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Þór 4-1 | Martin nálægt gullskónum Kristinn Ásgeir Gylfason á KR-vellinum skrifar 4. október 2014 12:45 vísir/daníel KR vann Þór, 4-1, í lokaumferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í dag. Jóhann Helgi Hannesson kom Þór yfir en KR-ingar svöruðu með fjórum mörkum. Gary Martin skoraði þrennu fyrir KR-inga og er nú með 13 mörk í deildinni. Atli Guðnason þarf því að raða inn mörkum í úrslitaleiknum eigi Martin ekki að fá gullskóinn. KR endar í þriðja sæti en Þór í síðasta sæti. Leikurinn var jafn og greinileg leikgleði hjá leikmönnum Þórs. Bæði lið voru dugleg að sækja þrátt fyrir að ekkert væri í húfi í leiknum nema heiðurinn. Ungmannafélagsandinn sveif yfir vötnum fram að marki Þórs. Eftir markið færðist meiri harka í leikinn. Gary Martin steig aðeins upp og fór að sækja boltann inn á eigin vallarhelming. Hann var ákveðinn í að skora þau mörk sem hann þurfti. Eftir vítaspyrnuna sem Gary Martin skoraði fyrsta markið sitt úr varð breyting á leik heimamanna. Spilið á milli leikmanna fór að ganga hraðar og minna varð um klaufaleg mistök. Norðanmenn eiga þó hrós skilið fyrir að halda áfram að berjast og skapa færi. Þeir áttu nokkur tækifæri sem hefðu með smá heppni orðið mörk. Það verður ekki sagt að KR hafi valtað yfir Þór þrátt fyrir að úrslit leiksins kunni að gefa það til kynna. Baráttan var nokkuð jöfn allan leikinn en augljóslega gekk heimamönnum betur að skila boltanum í netið.Gary Martin: Ég hef bætt mig mikið síðan ég kom til KR„Það er erfiðara fyrir KR en nokkurt annað lið að skora þrennu. Það er frábært að skora þrennu. Ég setti mér markmið fyrir sumarið að skora 10-12 mörk,“ sagði sóknarmaðurinn. „Umboðsmaðurinn er alltaf að minna mann á að það er verið að fylgjast með. Ef KR vill ekki selja mig þá er ég ekki að fara neitt. Það er gaman að spila fyrir stærsta félag á landinu. Ég fór ekki að velta Gullskónum fyrir mér fyrr en KR gat ekki lengur unnið deildina,“ sagði markahrókurinn. „Ég vil hrósa Rúnari og hinum þjálfurunum ég hef bætt mig mikið hjá þeim. Ég hef tekið miklum framförum frá því ég kom til KR frá ÍA,“ sagði Gary Martin, maður leiksins.Guðmundur Reynir: Það er aldrei að vita hvað gerist „Gaman að enda á sigri. Ég er að hætta í bili, ég verð líklegast allavega ekki með á næsta tímabili, en það er aldrei að vita hvað gerist en eins og staðan er núna er ég harð ákveðinn að hætta,“ sagði Guðmundur sem virðist ekki vilja útiloka mögulega endurkomu. „Ég hef alltaf bara viljað spila fyrir KR á Íslandi á meðan ég kemst í KR myndi ég ekki vilja spila annars staðar,“ sagði Guðmundur Reynir aðspurður hvort kæmi til greina að spila fyrir annað félag en KR ef hann snýr aftur í fótbolta.Páll Viðar, þjálfari Þórs: Við kláruðum mótið mð sæmd „Vonandi geta menn slegið á létta strengi í kvöld. Varðandi framtíðina verður helgin að fá að líða áður en eitthvað kemur í ljós,“ sagði Páll á léttum nótum. „Stjórn Þórs verður fyrst til að fá að vita af því ef ég ákveð að hætta sem þjálfari Þórs. Mig langar að vera áfram í Þór, hvort sem ég er þjálfari eða ekki. Ég er Þórsari í gær og ég verð líka Þórsari á morgun,“ sagði Páll. „Leikurinn var fínn, við áttum fullt erindi í fyrri hálfleik. Mér þótti svolítið áhugavert að Gary var látinn fá tvö víti og klára þetta. Við gáfum KR-ingum fínan leik í dag og kláruðum mótið með sæmd,“ sagði Páll sem var ánægður með baráttu sinna manna í dag.Rúnar, þjálfari KR: Ég held að við verðum að vera sáttir með tímabilið „Mér fannst spilið full hægt til að byrja með. Það var í raun ágætt að fá á sig mark í byrjun því það vakti menn aðeins til lífsins,“ sagði Rúnar. „Gary fékk að taka vítaspyrnurnar sem hann hefur ekki fengið að gera, hann ætti kannski auðveldara með Gullskóinn ef hann hefði fengið að gera það,“ sagði Rúnar um Gary Martin. Aðspurður hvort hann yrði þjálfari KR á næsta ári sagði Rúnar: „Ég er ekki með samning á næsta ári en við erum í samningaviðræðum. Mig langar að vera þjálfari KR áfram. Það er ýmislegt annað sem hefur verið upp á borðinu, varðandi þjálfun erlendis. Það er ekkert orðið fast. Vonandi liggur það fyrir eftir um 10-15 daga.“ „Ég held við verðum að vera sáttir við tímabilið, við erum meistarar meistaranna, bikarmeistarar, náðum í evrópusæti og þriðja sætið í deildinni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
KR vann Þór, 4-1, í lokaumferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í dag. Jóhann Helgi Hannesson kom Þór yfir en KR-ingar svöruðu með fjórum mörkum. Gary Martin skoraði þrennu fyrir KR-inga og er nú með 13 mörk í deildinni. Atli Guðnason þarf því að raða inn mörkum í úrslitaleiknum eigi Martin ekki að fá gullskóinn. KR endar í þriðja sæti en Þór í síðasta sæti. Leikurinn var jafn og greinileg leikgleði hjá leikmönnum Þórs. Bæði lið voru dugleg að sækja þrátt fyrir að ekkert væri í húfi í leiknum nema heiðurinn. Ungmannafélagsandinn sveif yfir vötnum fram að marki Þórs. Eftir markið færðist meiri harka í leikinn. Gary Martin steig aðeins upp og fór að sækja boltann inn á eigin vallarhelming. Hann var ákveðinn í að skora þau mörk sem hann þurfti. Eftir vítaspyrnuna sem Gary Martin skoraði fyrsta markið sitt úr varð breyting á leik heimamanna. Spilið á milli leikmanna fór að ganga hraðar og minna varð um klaufaleg mistök. Norðanmenn eiga þó hrós skilið fyrir að halda áfram að berjast og skapa færi. Þeir áttu nokkur tækifæri sem hefðu með smá heppni orðið mörk. Það verður ekki sagt að KR hafi valtað yfir Þór þrátt fyrir að úrslit leiksins kunni að gefa það til kynna. Baráttan var nokkuð jöfn allan leikinn en augljóslega gekk heimamönnum betur að skila boltanum í netið.Gary Martin: Ég hef bætt mig mikið síðan ég kom til KR„Það er erfiðara fyrir KR en nokkurt annað lið að skora þrennu. Það er frábært að skora þrennu. Ég setti mér markmið fyrir sumarið að skora 10-12 mörk,“ sagði sóknarmaðurinn. „Umboðsmaðurinn er alltaf að minna mann á að það er verið að fylgjast með. Ef KR vill ekki selja mig þá er ég ekki að fara neitt. Það er gaman að spila fyrir stærsta félag á landinu. Ég fór ekki að velta Gullskónum fyrir mér fyrr en KR gat ekki lengur unnið deildina,“ sagði markahrókurinn. „Ég vil hrósa Rúnari og hinum þjálfurunum ég hef bætt mig mikið hjá þeim. Ég hef tekið miklum framförum frá því ég kom til KR frá ÍA,“ sagði Gary Martin, maður leiksins.Guðmundur Reynir: Það er aldrei að vita hvað gerist „Gaman að enda á sigri. Ég er að hætta í bili, ég verð líklegast allavega ekki með á næsta tímabili, en það er aldrei að vita hvað gerist en eins og staðan er núna er ég harð ákveðinn að hætta,“ sagði Guðmundur sem virðist ekki vilja útiloka mögulega endurkomu. „Ég hef alltaf bara viljað spila fyrir KR á Íslandi á meðan ég kemst í KR myndi ég ekki vilja spila annars staðar,“ sagði Guðmundur Reynir aðspurður hvort kæmi til greina að spila fyrir annað félag en KR ef hann snýr aftur í fótbolta.Páll Viðar, þjálfari Þórs: Við kláruðum mótið mð sæmd „Vonandi geta menn slegið á létta strengi í kvöld. Varðandi framtíðina verður helgin að fá að líða áður en eitthvað kemur í ljós,“ sagði Páll á léttum nótum. „Stjórn Þórs verður fyrst til að fá að vita af því ef ég ákveð að hætta sem þjálfari Þórs. Mig langar að vera áfram í Þór, hvort sem ég er þjálfari eða ekki. Ég er Þórsari í gær og ég verð líka Þórsari á morgun,“ sagði Páll. „Leikurinn var fínn, við áttum fullt erindi í fyrri hálfleik. Mér þótti svolítið áhugavert að Gary var látinn fá tvö víti og klára þetta. Við gáfum KR-ingum fínan leik í dag og kláruðum mótið með sæmd,“ sagði Páll sem var ánægður með baráttu sinna manna í dag.Rúnar, þjálfari KR: Ég held að við verðum að vera sáttir með tímabilið „Mér fannst spilið full hægt til að byrja með. Það var í raun ágætt að fá á sig mark í byrjun því það vakti menn aðeins til lífsins,“ sagði Rúnar. „Gary fékk að taka vítaspyrnurnar sem hann hefur ekki fengið að gera, hann ætti kannski auðveldara með Gullskóinn ef hann hefði fengið að gera það,“ sagði Rúnar um Gary Martin. Aðspurður hvort hann yrði þjálfari KR á næsta ári sagði Rúnar: „Ég er ekki með samning á næsta ári en við erum í samningaviðræðum. Mig langar að vera þjálfari KR áfram. Það er ýmislegt annað sem hefur verið upp á borðinu, varðandi þjálfun erlendis. Það er ekkert orðið fast. Vonandi liggur það fyrir eftir um 10-15 daga.“ „Ég held við verðum að vera sáttir við tímabilið, við erum meistarar meistaranna, bikarmeistarar, náðum í evrópusæti og þriðja sætið í deildinni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira