Samkvæmt nýjustu orðrómum mun Apple kynna nýjar spjaldtölvur í þessum mánuði. Að þessu sinni er sagt að fyrirtækið muni bjóða upp á gulllitaðar iPad tölvur. Bloomberg hefur þetta eftir starfsmönnum Apple.
Sala iPada hefur minnkað mikið síðan í október í fyrra. Þegar spjaldtölvan kom fyrst á markað árið 2010 var salan um fimm milljarðar dala. Árið 2012 var hún um 30 milljarðar dala og í fyrra var hún 32 milljarðar.
Bloomberg segir að fyrirtækið hafi ekki kynnt nýja spjaldtölvu frá því í október í fyrra og í millitíðinni hafa viðskiptavinir Apple snúið sér í auknu mæli að iPhone símum með stærri skjá. Eins og iPhone 6 plus.
