

Meistaraáskorun til ríkisstjórnarinnar
Að því tilefni vil ég skora á ríkisstjórnina. Hvað tel ég mikilvægustu áskorunina fyrir hana? Jú að lifa eins og við „hin" (almúginn) gerir í einn mánuð!! Miðað við áherslur ríkisstjórnarinnar þá höfum við það öll rosa gott, við búum við gott heilbrigðiskerfi, sómasamleg laun og skortir ekkert. (A.m.k. ekki við sem erum dugleg.)
Því vil ég skora á ykkur kæru ráðherrar og forsætisráðherra að lifa eins og við í einn mánuð. Það þýðir það að taka aðeins við lágmarkslaunum, (eða jafnvel millistéttarlaunum, þið vitið þessi sem rétt slefa í skattþrep 2)
Með þessum launum þurfið þið að borga af húsnæðislánum eða húsaleigu eins og meðal fjölskylda, borga reikninga og af námslánum, leikskólagjöld, skólamáltíðir, kaupa í matinn og greiða fyrir aðra nauðsynjavöru og þjónustu sem þið kunnið að þurfa á að halda. Í þessum mánuði þurfið þið einnig að afsala ykkur fríðindum ykkar í formi ferðastyrkja, styrkja til gleraugnakaupa, læknis- og líkamsræktarkostnaðar sem þið eruð svo heppin að hafa getað úthlutað ykkur sjálfum með einróma samþykki hvors annars. Leyfum ykkur að eiga hádegismatinn og kaffið sem þið fáið í vinnunni þar sem þið eruð nýgræðingar í þessu og erfitt er einnig að neita ykkur um að þiggja mat í þeim veislum sem ykkur er boðið í vegna vinnu ykkar.
Ykkur er að sjálfsögðu velkomið að sækja um húsaleigubætur, íþrótta- og tómstundastyrki eftir því sem við á í ykkar bæjarfélagi og þiggja barnabætur eins og við „hin". Nema úbs! Þið eruð flest í sambúð og makar ykkar því líka flest með einhver laun. Þið fáið því engar bætur vegna þess að þið hafið það svo gott og þarfnist þeirra ekki þótt þið séuð með 2-4 börn á framfæri.
Ég vona að börnin þurfi ekki að fara til tannlæknis, eigi ekki afmæli eða að reikningarnir fyrir tómstundum sé á gjalddaga þennan mánuðinn því það er ekki til peningur fyrir slíkt. Þið getið í því tilfelli hafið fjáröflun, selt vinum og vandamönnum klósettpappír og rækjur í tonnatali eða fengið ykkur aukavinnu eins og við "hin". Ekki viljum við að þetta átak ykkar bitni á börnunum. En þó þurfið þið ef þið eruð með heimilishjálp að senda hana í frí, sjálf verðið þið að fara með og sækja börnin í skóla, útbúa nesti, hjálpa til við heimanám, elda mat, þrífa og þvo þvott.
Ég ráðlegg ykkur einnig að leggja bílnum, það mun ekki vera nægur peningur fyrir rekstrarkostnaði og bensíni þennan mánuð nema kannski einstaka sunnudagsbíltúr. Svo er líka svo skemmtilegt í strætó, þið getið spjallað við fólkið sem kaus ykkur á leiðinni og fengið enn betri innsýn í líf þeirra. Ég veit að ykkur er annt um heilsuna, en því miður verður það erfitt fyrir ykkur að borða einungis hollan og góðan íslenskan mat, þið munið komast að því að hann er mun dýrari en innflutta matvaran sem fæst í lágvöruverslunum (LÁGmarkslaun= LÁGvöruverslun) og í þeim verslunum er grænmetis- og ávaxtaúrvalið einnig oft mjög lélegt og alls ekki ódýrt þó það sé við það að úldna.
En ég veit um hóp sem fer í gámana (Dumpster diving) ég get komið ykkur í samband við þau í lok mánaðar þegar peningurinn er uppurinn, þau vita um alla bestu gámana og eru bara venjulegt fólk sem vill ekki líða þá skömm að fara í matargjafaröð hjá hjálparsamtökum enda hvorki heimilislaus né atvinnulaus, bara venjulegt háskólamenntað fólk með lág laun. Þið munið að það má ekkert svindla og taka upp Visa-kortið, fá sér yfirdrátt eða seilast í sparnaðarreikninginn, því eins og þið munið sjá þá hefur ekki verið til peningur afgangs til að spara svo það er enginn sparnaðarreikningur fyrir hendi hjá "venjulegri fjölskyldu", kreditkortið og yfirdrátturinn er í svo blússandi mínus að venjuleg manneskja fær reglulega kvíðakast og reynir að hugsa ekki um það heldur bara vinna og vinna, því ef maður er duglegur þá á maður að geta borgað þetta allt á endanum, er það ekki?
Ég styð ykkur heilshugar í þessu átaki ykkar, ég tel að þið munuð vera margs vísari og fróðari eftir þennan mánuð og að áherslur ykkar munu breytast verulega. Ykkur verður vel tekið í strætisvögnum, lágvöruverslunum og hvert svo sem þessi áskorun leiðir ykkur og þið munuð standa uppi sem sannir meistarar, Áfram ríkisstjórn!! Koma svo..
Skoðun

„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?”
Ingrid Kuhlman skrifar

Réttlát leiðrétting veiðigjalda
Elín Íris Fanndal skrifar

Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur?
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar

Heiðmörk: Gaddavír og girðingar
Auður Kjartansdóttir skrifar

Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

#blessmeta - önnur grein
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Hvers virði er lambakjöt?
Hafliði Halldórsson skrifar

Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð
Elín Íris Fanndal skrifar

Þjóðareign, trú og skattar
Svanur Guðmundsson skrifar

Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt?
Einar G Harðarson skrifar

Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar

Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan
Njáll Trausti Friðbertsson skrifar

Opið bréf til stjórnvalda
Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar

Við skuldum þeim að hlusta
Ólafur Adolfsson skrifar

„Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv.
Flosi Þorgeirsson skrifar

Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum?
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs!
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar

Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Stéttarkerfi
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza
BIrgir Finnsson skrifar

Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025
Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar

Æfingin skapar meistarann!
Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar

140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu
Sigurður G. Guðjónsson skrifar

Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu
Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar

Traust í húfi
Eyjólfur Ármannsson skrifar

Verðmætasköpun án virðingar
Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar