Hlutabréf í GoPro lækkuðu vegna tengsla vélar við slys Schumacher Atli Ísleifsson skrifar 15. október 2014 14:18 Michael Schumacher slasaðist lífshættulega í skíðaslysi í frönsku Ölpunum í desember síðastliðinn. Vísir/AFP Hlutabréf í GoPro, framleiðenda myndavélanna vinsælu, lækkuðu mikið á mánudaginn eftir að franskur blaðamaður sagði myndavél sem Michael Schumacher var með á höfðinu þegar hann slasaðist, hafi stuðlað að auknum meiðslum þýska ökuþórsins. Bréfin féllu um allt að sextán prósent á hlutabréfamarkaðnum í New York eftir að Jean-Louis Moncet sagði myndavélina hafa verið hluta vandamálsins og aukið á höfuðmeiðsl Schumacher. „Vandamál Michaels var ekki áreksturinn, heldur höggið af völdum GoPro myndavélarinnar sem hann var með á hjálminum og olli áverka á heila,“ sagði Moncet í útvarpsviðtali við Europe 1 um helgina. Jeff Brown, talsmaður GoPro, segir fyrirtækið nú skoða málið og safna upplýsingum áður en yfirlýsing um málið verði gefin út. Schumacher, sem varð sjö sinnum heimsmeistari í Formúlu 1, slasaðist lífshættulega í skíðaslysi í frönsku Ölpunum í desember síðastliðinn. Hann vaknaði úr dái í júní en fékk að halda aftur heim í síðasta mánuði. Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Hlutabréf í GoPro, framleiðenda myndavélanna vinsælu, lækkuðu mikið á mánudaginn eftir að franskur blaðamaður sagði myndavél sem Michael Schumacher var með á höfðinu þegar hann slasaðist, hafi stuðlað að auknum meiðslum þýska ökuþórsins. Bréfin féllu um allt að sextán prósent á hlutabréfamarkaðnum í New York eftir að Jean-Louis Moncet sagði myndavélina hafa verið hluta vandamálsins og aukið á höfuðmeiðsl Schumacher. „Vandamál Michaels var ekki áreksturinn, heldur höggið af völdum GoPro myndavélarinnar sem hann var með á hjálminum og olli áverka á heila,“ sagði Moncet í útvarpsviðtali við Europe 1 um helgina. Jeff Brown, talsmaður GoPro, segir fyrirtækið nú skoða málið og safna upplýsingum áður en yfirlýsing um málið verði gefin út. Schumacher, sem varð sjö sinnum heimsmeistari í Formúlu 1, slasaðist lífshættulega í skíðaslysi í frönsku Ölpunum í desember síðastliðinn. Hann vaknaði úr dái í júní en fékk að halda aftur heim í síðasta mánuði.
Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira