Apple og Facebook greiða fyrir frystingu eggja starfsmanna Atli Ísleifsson skrifar 15. október 2014 12:16 Facebook hóf nýlega að greiða reikninginn fyrir slíka þjónustu og mun Apple gera slíkt hið sama í ársbyrjun 2015. Vísir/AFP Bandarísku stórfyrirtækin Apple og Facebook greiða nú fyrir þá þjónustu, ákveði kvenkyns starfsmenn fyrirtækjanna að frysta egg sín. Er þetta gert til að bjóða þeim þann möguleika að verja frjósömustu árum lífs síns á vinnumarkaði og fresta barneignum þar til síðar.Í frétt NBC segir að fyrirtækin virðist vera fyrstu stórfyrirtækin sem bjóði starfsmönnum sínum að greiða fyrir slíkt án þess að sérstakar læknisfræðilegar ástæður liggja að baki. Facebook hóf nýlega að greiða reikninginn fyrir slíka þjónustu og mun Apple gera slíkt hið sama í ársbyrjun 2015. Fyrirtækin bjóða nú einnig upp á stuðning við staðgöngumæðrun og ættleiðingar. Tölvu- og netheimurinn í Bandaríkjunum er að stórum hluta mikið karlaveldi og því berjast fyrirtæki um að ná til sín hæfileikaríkum konum. „Það reynist enn mjög erfitt að vera með kraftmikinn frama og ala börn á sama tíma,“ segir Brigitte Adams, upphafsmaður spjallsvæðisins eggsurgance.com í samtali við NBC. Adams segir að með því að bjóða upp á slíka tryggingu séu fyrirtækin að styrkja konur á vinnumarkaði og aðstoða þær við að móta það líf sem þær sjálfar vilja. Aðgerðir sem þessar eru mjög kostnaðarsamar og segir að sérhver aðgerð kosti um 1,2 milljónir króna í Bandaríkjunum, auk um 60 þúsund króna árlega fyrir geymslu ófrjóvgaðra eggja. Líkur á þungun eru mestar þegar konur eru á þrítugsaldri en svo fer smám saman að draga úr framleiðslu eggjanna. Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira
Bandarísku stórfyrirtækin Apple og Facebook greiða nú fyrir þá þjónustu, ákveði kvenkyns starfsmenn fyrirtækjanna að frysta egg sín. Er þetta gert til að bjóða þeim þann möguleika að verja frjósömustu árum lífs síns á vinnumarkaði og fresta barneignum þar til síðar.Í frétt NBC segir að fyrirtækin virðist vera fyrstu stórfyrirtækin sem bjóði starfsmönnum sínum að greiða fyrir slíkt án þess að sérstakar læknisfræðilegar ástæður liggja að baki. Facebook hóf nýlega að greiða reikninginn fyrir slíka þjónustu og mun Apple gera slíkt hið sama í ársbyrjun 2015. Fyrirtækin bjóða nú einnig upp á stuðning við staðgöngumæðrun og ættleiðingar. Tölvu- og netheimurinn í Bandaríkjunum er að stórum hluta mikið karlaveldi og því berjast fyrirtæki um að ná til sín hæfileikaríkum konum. „Það reynist enn mjög erfitt að vera með kraftmikinn frama og ala börn á sama tíma,“ segir Brigitte Adams, upphafsmaður spjallsvæðisins eggsurgance.com í samtali við NBC. Adams segir að með því að bjóða upp á slíka tryggingu séu fyrirtækin að styrkja konur á vinnumarkaði og aðstoða þær við að móta það líf sem þær sjálfar vilja. Aðgerðir sem þessar eru mjög kostnaðarsamar og segir að sérhver aðgerð kosti um 1,2 milljónir króna í Bandaríkjunum, auk um 60 þúsund króna árlega fyrir geymslu ófrjóvgaðra eggja. Líkur á þungun eru mestar þegar konur eru á þrítugsaldri en svo fer smám saman að draga úr framleiðslu eggjanna.
Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira