Breska ríkisútvarpið þróar lausn sem sameinar kosti hefðbundinna útvarpsútsendinga og útvarps á netinu, eins konar útvarpssíma. Á meðan hefðbundið útvarp er ókeypis, stöðugt og lítil sambandsvandamál býður útvarp á netinu upp á gagnvirki og stafræna möguleika.
Rannsókn sem BBC stóð að leiddi í ljós að eigendur snjallsíma vilja eiga þess kost að hlusta á útvarpið í símum sínum. Þeir hafa hins vegar áhyggjur af símareikningi sem fylgir netnotkun í símanum. Sömuleiðis skiptir ending rafhlöðu og hætta á sambandsleysi máli.
BBC er í samstarfi við UK Commercial Radio, EBU, Clearchannel, Ibiquity, Emmis Interactive, NAB og Commercial Radio Australia við þróun á raftæki sem sameinar ofangreinda kosti og mætir kröfum notenda í dag.
„Ást fólks á útvarpi er eilífið og nú vill fólk geta hlustað þegar það er á ferðinni,“ segir Helen Boaden, yfirmaður á BBC Radio.
Lengri ending rafhlöðu, betra samband og lægri símareikningur eiga að verða helstu kostir nýja tækisins.
BBC þróar útvarpssíma
