Mercedes Benz eykur hagnað um 29% Finnur Thorlacius skrifar 14. október 2014 12:49 Mercedes Benz S-Class Coupe. Einkar vel gengur þessa dagana hjá Daimler, eiganda bílaframleiðandans Mercedes Benz en fyrirtækið greindi frá 29% hagnaðaraukningu á þriðja ársfjórðungi þessa árs miðað við sama ársfjórðung í fyrra. Hagnaður Daimler á fjórðungnum, þ.e. frá júlí til september, nam 247 milljörðum króna. Sala Mercedes Benz bíla hefur gengið afar vel á árinu og sækir Benz að BMW og Audi í fjölda seldra bíla. Sem dæmi seldi Mercedes Benz 163 þúsund bíla í september á meðan BMW seldi 168 þúsund og Audi 160 þúsund. Var þetta söluhæsti mánuður Benz frá upphafi. Mercedes Benz mun þó ekki ná hinum tveimur framleiðendunum á þessu ári í sölu og er sem stendur 124 þúsund bílum á eftir BMW, sem er söluhæst þeirra þriggja. Í fyrra seldi Benz 1,46 milljón bíla, Audi 1,58 og BMW 1,66. Það eru ekki bara fólksbílar sem Daimler hagnast vel á því sala stærri atvinnubíla, vörubíla, flutningabíla og fólksflutningabíla er einnig í miklum blóma og kemur nær 40% hagnaðarins þaðan. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Einkar vel gengur þessa dagana hjá Daimler, eiganda bílaframleiðandans Mercedes Benz en fyrirtækið greindi frá 29% hagnaðaraukningu á þriðja ársfjórðungi þessa árs miðað við sama ársfjórðung í fyrra. Hagnaður Daimler á fjórðungnum, þ.e. frá júlí til september, nam 247 milljörðum króna. Sala Mercedes Benz bíla hefur gengið afar vel á árinu og sækir Benz að BMW og Audi í fjölda seldra bíla. Sem dæmi seldi Mercedes Benz 163 þúsund bíla í september á meðan BMW seldi 168 þúsund og Audi 160 þúsund. Var þetta söluhæsti mánuður Benz frá upphafi. Mercedes Benz mun þó ekki ná hinum tveimur framleiðendunum á þessu ári í sölu og er sem stendur 124 þúsund bílum á eftir BMW, sem er söluhæst þeirra þriggja. Í fyrra seldi Benz 1,46 milljón bíla, Audi 1,58 og BMW 1,66. Það eru ekki bara fólksbílar sem Daimler hagnast vel á því sala stærri atvinnubíla, vörubíla, flutningabíla og fólksflutningabíla er einnig í miklum blóma og kemur nær 40% hagnaðarins þaðan.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira