Spáir áframhaldandi lækkun á eldsneytisverði Kjartan Atli Kjartansson skrifar 29. október 2014 14:48 Leonardo Maugeri spáir áframhaldandi lækkun á heimsmarkaðsverði. Sérfræðingur í olíugeiranum telur að heimsmarkaðsverð á hráolíu haldi áfram að lækka. Hinn ítalski Leonardo Maugeri er þekktur fyrir viðskiptavit, sérstaklega þegar það kemur að olíu. Fyrir tveimur árum síðan spáði hann fyrir um lækkun á hráolíu, sem nú er orðin að veruleika. Hann sendi nýlega frá sér fréttabréf undir yfirskriftinni „Hið óvænta í olíunni: Af hverju ég hafði rétt fyrir mér.“Leonardo Maugeri.Mynd/WikipediaÞar rekur hann ástæður þeirrar lækkunar sem nú hefur átt sér stað á olíumarkaðinum. Þessi fyrrum yngsti yfirmaður þróunar og stefnu ítalska olíurisans Eni, telur að þróunin muni halda áfram og telur að verðið gæti lækkað úr áttatíu dollurum á tunnuna niður í sjötíu og fimm, og jafnvel meira ef örvænting grípur um sig á meðal olíuframleiðanda. Hann segir að olíuforði heimsins sé að stækka og að stækkunin sé meiri en eftirspurnin. Þegar hann setti spá sína fram, fyrir tveimur árum síðan, benti hann á að olíufyrirtækin hefðu farið í dýrar fjárfestingar skömmu áður. Hann spáði því að verðið myndi lækka á seinnihluta 2014 eða fyrri hluta ársins 2015. Hann segir að undanfarin fjögur ár hafi olíufyrirtækin fjárfest meira en nokkru sinni áður, í leit að nýjum olíulindum og til þess að virkja þær. Hann spáir því að framleiðslan muni aukast á næstu misserum, fari úr 95 milljón tunna á dag upp í 100 milljónir; fimm prósentustiga hækkun. Olíuframleiðsla í Bandaríkjunum.Vísir/GettyÞó svo að fáir aðrir hafi séð þessa lækkun fyrir, var Maugeri ekki sá eini sem spáði fyrir um þessa þróun. Bob McNally, forseti ráðgjafafyrirtækinsins Rapidian Group, spáði fyrir um lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu fyrir um ári síðan. Hann notaði þó annars konar rökstuðning fyrir sinni spá; hann rýndi í hið flókna pólitíska landslag olíuiðnaðarins. McNally spáði því að stjórnvöld í Sádí Arabíu myndu ekki draga úr framleiðslu til að stuðla að hækkun á heimsmarkaðsverðinu. Hann spáði því að rökstuðningur stjórnvalda í Sádí Arabíu yrði að halda verðinu niðri til þess að fæla Bandaríkjamenn frá frekari olíuframleiðslu úr jarðlögum. Maugeri telur að lækkunin sé ekki bara til skamms tíma. Hann telur að ef OPEC-ríkin ákveði að draga úr framleiðslu gætu þau einfaldlega verið að fresta hinu óumflýjanlega . Hann bendir á að framleiðsla olíu úr jarðlögum hafi aukist og að OPEC-ríkin hafi ekki eins mikla stjórn á markaðinum. Hann bendir á að togstreita gæti myndast á milli OPEC-ríkjanna. „Sádí Arabía er eina ríkið sem er ekki að framleiða að fullri getu. Ef verðið á hráoliu heldur áfram að lækka gætu Sádar beðið önnur ríki um að deila byrðinni og minnka framleiðsluna. Líklegt er að hin ríkin streist á móti og þá gætu Sádar hætt við að draga ennfremur úr framleisðslunni.“ Hann segir að vandamál Opec-ríkjanna gæti aukist – og hráolíuverð lækkað enn frekar – ef ríki á borði við Nígeríu, Líbíu eða Írak auki framleiðslu sína. Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira
Sérfræðingur í olíugeiranum telur að heimsmarkaðsverð á hráolíu haldi áfram að lækka. Hinn ítalski Leonardo Maugeri er þekktur fyrir viðskiptavit, sérstaklega þegar það kemur að olíu. Fyrir tveimur árum síðan spáði hann fyrir um lækkun á hráolíu, sem nú er orðin að veruleika. Hann sendi nýlega frá sér fréttabréf undir yfirskriftinni „Hið óvænta í olíunni: Af hverju ég hafði rétt fyrir mér.“Leonardo Maugeri.Mynd/WikipediaÞar rekur hann ástæður þeirrar lækkunar sem nú hefur átt sér stað á olíumarkaðinum. Þessi fyrrum yngsti yfirmaður þróunar og stefnu ítalska olíurisans Eni, telur að þróunin muni halda áfram og telur að verðið gæti lækkað úr áttatíu dollurum á tunnuna niður í sjötíu og fimm, og jafnvel meira ef örvænting grípur um sig á meðal olíuframleiðanda. Hann segir að olíuforði heimsins sé að stækka og að stækkunin sé meiri en eftirspurnin. Þegar hann setti spá sína fram, fyrir tveimur árum síðan, benti hann á að olíufyrirtækin hefðu farið í dýrar fjárfestingar skömmu áður. Hann spáði því að verðið myndi lækka á seinnihluta 2014 eða fyrri hluta ársins 2015. Hann segir að undanfarin fjögur ár hafi olíufyrirtækin fjárfest meira en nokkru sinni áður, í leit að nýjum olíulindum og til þess að virkja þær. Hann spáir því að framleiðslan muni aukast á næstu misserum, fari úr 95 milljón tunna á dag upp í 100 milljónir; fimm prósentustiga hækkun. Olíuframleiðsla í Bandaríkjunum.Vísir/GettyÞó svo að fáir aðrir hafi séð þessa lækkun fyrir, var Maugeri ekki sá eini sem spáði fyrir um þessa þróun. Bob McNally, forseti ráðgjafafyrirtækinsins Rapidian Group, spáði fyrir um lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu fyrir um ári síðan. Hann notaði þó annars konar rökstuðning fyrir sinni spá; hann rýndi í hið flókna pólitíska landslag olíuiðnaðarins. McNally spáði því að stjórnvöld í Sádí Arabíu myndu ekki draga úr framleiðslu til að stuðla að hækkun á heimsmarkaðsverðinu. Hann spáði því að rökstuðningur stjórnvalda í Sádí Arabíu yrði að halda verðinu niðri til þess að fæla Bandaríkjamenn frá frekari olíuframleiðslu úr jarðlögum. Maugeri telur að lækkunin sé ekki bara til skamms tíma. Hann telur að ef OPEC-ríkin ákveði að draga úr framleiðslu gætu þau einfaldlega verið að fresta hinu óumflýjanlega . Hann bendir á að framleiðsla olíu úr jarðlögum hafi aukist og að OPEC-ríkin hafi ekki eins mikla stjórn á markaðinum. Hann bendir á að togstreita gæti myndast á milli OPEC-ríkjanna. „Sádí Arabía er eina ríkið sem er ekki að framleiða að fullri getu. Ef verðið á hráoliu heldur áfram að lækka gætu Sádar beðið önnur ríki um að deila byrðinni og minnka framleiðsluna. Líklegt er að hin ríkin streist á móti og þá gætu Sádar hætt við að draga ennfremur úr framleisðslunni.“ Hann segir að vandamál Opec-ríkjanna gæti aukist – og hráolíuverð lækkað enn frekar – ef ríki á borði við Nígeríu, Líbíu eða Írak auki framleiðslu sína.
Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira