Greg notaðist svið lögmál Lenzo við hönnun svifbrettsins.
Enn sem komið er virkar brettið einungis yfir yfirborðum úr ákveðnum málmum og í um sjö mínútur. Yfir þeim svífur það þó viðstöðulaust. Greg segir þetta þó einungis vera byrjunina.
Tæknin er þó þegar til staðar og er sem dæmi notuð í lestum. Greg segir sýna aðferð þó einfaldari, skilvirkari og ódýrari en aðrar. Meðal annars gerir hann sér í hugarlund að hægt verði að vernda hús gegn jarðskjálftum og flóðum með því að lyfta þeim.
„Ég er arkitekt, ekki vísindamaður,“ segir Greg við blaðamann Forbes í meðfylgjandi myndbandi. „Svo ég skoðaði vandamálið frá öðru sjónarhorni. Ef þú getur látið lest svífa, af hverju ekki hús líka? Þaðan kom hugmyndin.“
Fyrirtækið vinnur nú að því að finna samstarfsaðila sem getur hjálpað þeim að opna sérstakan garð þar sem fólk getur leikið sér á svifbrettum sínum.