Forstjóri Apple kemur út úr skápnum Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2014 12:31 Tim Cook tók við forstjóraembættinu hjá Apple árið 2011. Vísir/AFP „Þó að ég hafi aldrei neitað kynhneigð minni, þá hef ég ekki viðurkennt hana opinberlega heldur þar til nú. Leyfið mér því að tala skýrt: Ég er stoltur af því að vera samkynhneigður og álít það að vera samkynhneigður vera mestu gjöf guðs til mín,“ segir Tim Cook, forstjóri Apple, í pistli á síðunni Businessweek sem birtist fyrr í dag. Cook segist hafa reynt að forðast það að ræða einkalíf sitt á opinberum vettvangi í gegnum árin. „Apple er nú þegar eitt af þeim fyrirtækjum heims sem mest er fjallað um, og ég vil að kastljósinu sé beint að afurðum okkar og þeim ótrúlegu hlutum sem viðskiptavinir okkar geta gert með þeim.“ Cook segist þó einnig hafa velt mikið fyrir sér spurningu Martin Luther King um „hvað þú sért að gera fyrir aðra“. „Ég hef oft spurt sjálfan mig þeirrar spurningar og komist að því að þrá mín eftir einkalífi hefur komið í veg fyrir að geti gert eitthvað enn mikilvægara. Það er það sem hefur fengið mig til að gera þett í dag.“ Cook segir að fjölmargir samstarfsfélagar hans hjá Apple hafi vitað um samkynhneigð hans og að það hafi litlu breytt um framkomu þeirra í hans gerð. „Ég er náttúrulega svo heppinn að vinna hjá fyrirtæki sem elskar sköpunargáfu og nýsköpun og veit að það getur aðeins blómstrað þegar þú fagnar fjölbreytileika fólks. Ekki eru allir svo heppnir. Að sögn segist Cook ekki líta á sjálfan sig sem aðgerðasinna, en að hann geri sér jafnframt grein fyrir að hann hafi hagnast mikið á fórnum annarra sem staðið hafa í réttindabaráttu samkynhneigðra. Cook tók við forstjóraembætti Apple af Steve Jobs árið 2011. Lesa má grein Cook í heild sinni hér. Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
„Þó að ég hafi aldrei neitað kynhneigð minni, þá hef ég ekki viðurkennt hana opinberlega heldur þar til nú. Leyfið mér því að tala skýrt: Ég er stoltur af því að vera samkynhneigður og álít það að vera samkynhneigður vera mestu gjöf guðs til mín,“ segir Tim Cook, forstjóri Apple, í pistli á síðunni Businessweek sem birtist fyrr í dag. Cook segist hafa reynt að forðast það að ræða einkalíf sitt á opinberum vettvangi í gegnum árin. „Apple er nú þegar eitt af þeim fyrirtækjum heims sem mest er fjallað um, og ég vil að kastljósinu sé beint að afurðum okkar og þeim ótrúlegu hlutum sem viðskiptavinir okkar geta gert með þeim.“ Cook segist þó einnig hafa velt mikið fyrir sér spurningu Martin Luther King um „hvað þú sért að gera fyrir aðra“. „Ég hef oft spurt sjálfan mig þeirrar spurningar og komist að því að þrá mín eftir einkalífi hefur komið í veg fyrir að geti gert eitthvað enn mikilvægara. Það er það sem hefur fengið mig til að gera þett í dag.“ Cook segir að fjölmargir samstarfsfélagar hans hjá Apple hafi vitað um samkynhneigð hans og að það hafi litlu breytt um framkomu þeirra í hans gerð. „Ég er náttúrulega svo heppinn að vinna hjá fyrirtæki sem elskar sköpunargáfu og nýsköpun og veit að það getur aðeins blómstrað þegar þú fagnar fjölbreytileika fólks. Ekki eru allir svo heppnir. Að sögn segist Cook ekki líta á sjálfan sig sem aðgerðasinna, en að hann geri sér jafnframt grein fyrir að hann hafi hagnast mikið á fórnum annarra sem staðið hafa í réttindabaráttu samkynhneigðra. Cook tók við forstjóraembætti Apple af Steve Jobs árið 2011. Lesa má grein Cook í heild sinni hér.
Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira