Vopnað rán á Subway því megrunarkúrinn klikkaði Kjartan Atli Kjartansson skrifar 2. nóvember 2014 18:29 Zachary Torrance er nú í haldi lögreglu. Maður er í haldi lögreglunnar í Alabama, eftir að hafa viðurkennt að hafa framið vopnað rán á nokkrum Subway veitingastöðum í borginni Birmingham. Maðurinn, sem heitir Zachary Raphael Torrance, hefur tjáð lögreglumönnum að ástæðan fyrir ránunum var að megrunarkúrinn sem veitingastaðurinn auglýsir gjarnan hafi ekki virkað. Kúrinn er þekktur víða um heim og er talsmaður hans, Jared Fogle, orðinn heimsþekktur. Hann borðaði tvær samlokur frá Subway á dag í heilt ár og missti rúmlega 100 kíló.Jared Fogle hefur komið fram í fjölda auglýsinga frá Subway.Þegar kúrinn hefur verið auglýstur er það alltaf tekið fram að hann virki líklega ekki jafn vel fyrir alla og hann virkaði fyrir Fogel. Miklar líkur eru á því að Zachary Torrance hafi verið þeim hópi sem kúrinn virkaði ekki fyrir, því hann tjáði lögreglumönnum að hann hafi ætlað að ræna Subway-staðina með það að markmiði að fá endurgreitt, hann hafi keypt sér fullt af Subway-bátum til einskis. „Hann sagðist vilja fá peningana sína til baka,“ segir Chuck Hagler, yfirmaður lögreglunnar á svæðinu, í samtali við Reuters, og bætir við: „Rannsóknarlögreglumaðurinn sem Torrance ræddi við sagði hann hafa haldið þessu fram í fullri alvöru.“ Torrance var handtekinn á fimmtudagskvöld, þegar hann var í Wal-Mart verslun. Annar viðskiptavinur verslunarinnar hafði séð myndir af Torrance, sem lögreglan sendi frá sér. Torrance var að kaupa sér hulstur utan um skammbyssuna sína, sem hann notaði til þess að ræna Subway-staðina. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Maður er í haldi lögreglunnar í Alabama, eftir að hafa viðurkennt að hafa framið vopnað rán á nokkrum Subway veitingastöðum í borginni Birmingham. Maðurinn, sem heitir Zachary Raphael Torrance, hefur tjáð lögreglumönnum að ástæðan fyrir ránunum var að megrunarkúrinn sem veitingastaðurinn auglýsir gjarnan hafi ekki virkað. Kúrinn er þekktur víða um heim og er talsmaður hans, Jared Fogle, orðinn heimsþekktur. Hann borðaði tvær samlokur frá Subway á dag í heilt ár og missti rúmlega 100 kíló.Jared Fogle hefur komið fram í fjölda auglýsinga frá Subway.Þegar kúrinn hefur verið auglýstur er það alltaf tekið fram að hann virki líklega ekki jafn vel fyrir alla og hann virkaði fyrir Fogel. Miklar líkur eru á því að Zachary Torrance hafi verið þeim hópi sem kúrinn virkaði ekki fyrir, því hann tjáði lögreglumönnum að hann hafi ætlað að ræna Subway-staðina með það að markmiði að fá endurgreitt, hann hafi keypt sér fullt af Subway-bátum til einskis. „Hann sagðist vilja fá peningana sína til baka,“ segir Chuck Hagler, yfirmaður lögreglunnar á svæðinu, í samtali við Reuters, og bætir við: „Rannsóknarlögreglumaðurinn sem Torrance ræddi við sagði hann hafa haldið þessu fram í fullri alvöru.“ Torrance var handtekinn á fimmtudagskvöld, þegar hann var í Wal-Mart verslun. Annar viðskiptavinur verslunarinnar hafði séð myndir af Torrance, sem lögreglan sendi frá sér. Torrance var að kaupa sér hulstur utan um skammbyssuna sína, sem hann notaði til þess að ræna Subway-staðina.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira