Lögmaður Omos hugsi yfir afhendingu Sigríðar á upplýsingum til Gísla Freys Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. nóvember 2014 14:04 Gísli Freyr óskaði eftir upplýsingum sem Sigríður afhenti um skjólstæðing Stefáns. Vísir Lögmaður Tony Omos segist hugsi yfir því að Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri hafi látið Gísla Frey Valdórssyni, pólitískum aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í té upplýsingar um rannsókn á skjólstæðingi sínum. Hann segist vilja sjá við hvaða lagaheimild Sigríður styðst þegar hún segist hafa átt að veita Gísla Frey upplýsingarnar. „Það er til skoðunar hjá skjólstæðingi mínum að kalla eftir upplýsingum um það hvernig þessum upplýsingum er komið á milli aðila,“ segir Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Omos.Taldi sig verða að veita upplýsingarnar Sigríður Björk sagði í yfirlýsingu sinni í gær um samskipti sín við Gísla Frey að hún hefði afhent honum gögn um hælisleitandann Tony Omos eftir að hann fór þess á leit. Það gerði hún daginn sem fréttir birtust í tveimur fjölmiðlum sem byggðu á trúnaðarupplýsingum sem Gísli Freyr lak. „Á þessum tíma voru, eins og algengt er, töluverð samskipti á milli ráðuneytisins og embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum um ýmis mál, enda ber embættinu að veita ráðuneyti, sem æðra stjórnvaldi, þær upplýsingar er það óskar,“ segir í yfirlýsingu hennar. Samkvæmt Gísla Frey hafði hann ekki upplýst Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um símtölin og segist einnig ekki hafa beðið um gögnin að beiðni hennar. Sé það rétt var það því ekki ráðherra sem vildi upplýsingar um málið.Vilhjálmur gerir málið að umtalsefni á Facebook.Vísir / GVAUm lögbrot að ræða? Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður gerir einnig athugasemdir við upplýsingagjöf lögreglunnar en hann segir að lögreglustjóranum hafi verið fullkomlega óheimilt að veita pólitískt ráðnum aðstoðarmanni ráðherra upplýsingarnar. „Lögreglustjóri hefur enga heimild til þess að upplýsa innanríkisráðuneytið um einstök sakamál sem eru til rannsóknar innan embættisins. Ef ráðuneytið telur sig þurfa slíkar upplýsingar í tengslum við ákveðin mál þá fer það eftir formlegum leiðum og er síðan metið hvort og þá hvernig upplýsingarnar eru veittar,“ segir Vilhjálmur. „Það er af og frá að slík upplýsingagjöf fari fram með óformlegum hætti til pólitískt skipaðs aðstoðarmanns ráðherra. Með þessu er lögreglustjórinn meðal annars að brjóta þagnarskylduákvæði almennra hegningarlaga og eftir atvikum lögreglulaga,“ segir hann og vísar í 136. grein hegningarlaga. Sú grein kveður á um að opinber starfsmaður, sem segir frá nokkru, er leynt á að fara og hann hefur fengið vitneskju um í starfi sínu eða varðar embætti hans eða sýslan, skal sæta fangelsi allt að einu ári. Sé brotið framið til þess að afla sér eða öðrum óréttmæts ávinnings, eða noti slíka vitneskju í því skyni, má beita fangelsi allt að 3 árum, samkvæmt lögunum. Fleiri lögmenn sem Vísir hefur rætt við furða sig á málinu án þess að vilja koma fram undir nafni.Haraldur Johannessen er ríkislögreglustjóri.Vísir / StefánHlutverk ríkislögreglustjóraRíkislögreglustjóri fer með málefni lögreglunnar í umboði ráðherra, sem er eftir sem áður æsti yfirmaður lögreglumála, samkvæmt lögunum. Lögreglustjórar í lögregluumdæmum landsins, þar með talið á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu, heyra því undir ríkislögreglustjóra. Samkvæmt lögreglulögum er það hlutverk ríkislögreglustjóra „að láta ráðherra í té upplýsingar um hvers konar lögreglumálefni sem hann getur notað til að undirbúa og byggja ákvarðanir sínar á“, eins og það er orðað. Ekki fengust neinar upplýsingar frá embætti ríkislögreglustjóra um hvernig samskiptum ráðuneytis og lögreglunnar er háttað, hvort um það gildi sérstakar reglur eða viðmið. Vísaði starfsmaður embættisins þess í stað á dómsmálahluta innanríkisráðuneytisins. Upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins hefur verið upptekinn á fundum þegar Vísir hefur reynt að ná tali af honum.Vill ekki tjá sig Sigríður Björk, núverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, neitaði að tjá sig um málið við Vísi þegar eftir því var leitað. „Ég vil ekki tjá mig neitt meira um þetta,“ sagði hún þegar leitað var eftir viðbrögðum hennar við þessum vangaveltum um upplýsingagjöf til aðstoðarmanns ráðherra. Lögreglustjórinn sagði þó að ráðuneytið fengi þær upplýsingar sem það bæði um. „Það bara þannig að þegar ráðuneytið biður um einhverjar upplýsingar þá er það gert,“ sagði hún. Lekamálið Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Lögmaður Tony Omos segist hugsi yfir því að Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri hafi látið Gísla Frey Valdórssyni, pólitískum aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í té upplýsingar um rannsókn á skjólstæðingi sínum. Hann segist vilja sjá við hvaða lagaheimild Sigríður styðst þegar hún segist hafa átt að veita Gísla Frey upplýsingarnar. „Það er til skoðunar hjá skjólstæðingi mínum að kalla eftir upplýsingum um það hvernig þessum upplýsingum er komið á milli aðila,“ segir Stefán Karl Kristjánsson, lögmaður Omos.Taldi sig verða að veita upplýsingarnar Sigríður Björk sagði í yfirlýsingu sinni í gær um samskipti sín við Gísla Frey að hún hefði afhent honum gögn um hælisleitandann Tony Omos eftir að hann fór þess á leit. Það gerði hún daginn sem fréttir birtust í tveimur fjölmiðlum sem byggðu á trúnaðarupplýsingum sem Gísli Freyr lak. „Á þessum tíma voru, eins og algengt er, töluverð samskipti á milli ráðuneytisins og embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum um ýmis mál, enda ber embættinu að veita ráðuneyti, sem æðra stjórnvaldi, þær upplýsingar er það óskar,“ segir í yfirlýsingu hennar. Samkvæmt Gísla Frey hafði hann ekki upplýst Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um símtölin og segist einnig ekki hafa beðið um gögnin að beiðni hennar. Sé það rétt var það því ekki ráðherra sem vildi upplýsingar um málið.Vilhjálmur gerir málið að umtalsefni á Facebook.Vísir / GVAUm lögbrot að ræða? Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður gerir einnig athugasemdir við upplýsingagjöf lögreglunnar en hann segir að lögreglustjóranum hafi verið fullkomlega óheimilt að veita pólitískt ráðnum aðstoðarmanni ráðherra upplýsingarnar. „Lögreglustjóri hefur enga heimild til þess að upplýsa innanríkisráðuneytið um einstök sakamál sem eru til rannsóknar innan embættisins. Ef ráðuneytið telur sig þurfa slíkar upplýsingar í tengslum við ákveðin mál þá fer það eftir formlegum leiðum og er síðan metið hvort og þá hvernig upplýsingarnar eru veittar,“ segir Vilhjálmur. „Það er af og frá að slík upplýsingagjöf fari fram með óformlegum hætti til pólitískt skipaðs aðstoðarmanns ráðherra. Með þessu er lögreglustjórinn meðal annars að brjóta þagnarskylduákvæði almennra hegningarlaga og eftir atvikum lögreglulaga,“ segir hann og vísar í 136. grein hegningarlaga. Sú grein kveður á um að opinber starfsmaður, sem segir frá nokkru, er leynt á að fara og hann hefur fengið vitneskju um í starfi sínu eða varðar embætti hans eða sýslan, skal sæta fangelsi allt að einu ári. Sé brotið framið til þess að afla sér eða öðrum óréttmæts ávinnings, eða noti slíka vitneskju í því skyni, má beita fangelsi allt að 3 árum, samkvæmt lögunum. Fleiri lögmenn sem Vísir hefur rætt við furða sig á málinu án þess að vilja koma fram undir nafni.Haraldur Johannessen er ríkislögreglustjóri.Vísir / StefánHlutverk ríkislögreglustjóraRíkislögreglustjóri fer með málefni lögreglunnar í umboði ráðherra, sem er eftir sem áður æsti yfirmaður lögreglumála, samkvæmt lögunum. Lögreglustjórar í lögregluumdæmum landsins, þar með talið á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu, heyra því undir ríkislögreglustjóra. Samkvæmt lögreglulögum er það hlutverk ríkislögreglustjóra „að láta ráðherra í té upplýsingar um hvers konar lögreglumálefni sem hann getur notað til að undirbúa og byggja ákvarðanir sínar á“, eins og það er orðað. Ekki fengust neinar upplýsingar frá embætti ríkislögreglustjóra um hvernig samskiptum ráðuneytis og lögreglunnar er háttað, hvort um það gildi sérstakar reglur eða viðmið. Vísaði starfsmaður embættisins þess í stað á dómsmálahluta innanríkisráðuneytisins. Upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins hefur verið upptekinn á fundum þegar Vísir hefur reynt að ná tali af honum.Vill ekki tjá sig Sigríður Björk, núverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, neitaði að tjá sig um málið við Vísi þegar eftir því var leitað. „Ég vil ekki tjá mig neitt meira um þetta,“ sagði hún þegar leitað var eftir viðbrögðum hennar við þessum vangaveltum um upplýsingagjöf til aðstoðarmanns ráðherra. Lögreglustjórinn sagði þó að ráðuneytið fengi þær upplýsingar sem það bæði um. „Það bara þannig að þegar ráðuneytið biður um einhverjar upplýsingar þá er það gert,“ sagði hún.
Lekamálið Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira