Sú ákvörðun Hyundai, sem einnig á bílaframleiðandann Kia, að kaupa gríðarmikið land undir nýjar höfuðstöðvar sínar hafa dregið dilk á eftir sér. Mikil reiði blossaði upp í hópi fjárfesta í fyrirtækinu, en ákvörðinin um kaupin á landinu varð til mikillar lækkunar á bréfum í Hyundai-Kia, enda voru þau langdýrustu kaup í sögu S-Kóreu á landi.
Til að friðþægja þá nú er Hyundai-Kia að kaupa til baka 615 milljón dollara virði af eigin bréfum, í báðum fyrirtækjunum. Við þessa aðgerð hafa hlutabréf í Hyundai hækkað um 5,7% og um 2% í Kia. Þessi hækkun hefur samt ekki vegið upp á móti því mikla falli sem varð á bréfunum. Þá er bara að sjá hvað fyrirtækið tekur uppá næst til að minnka óánægju fjárfestanna. Kannski bara að selja fleiri og betri bíla.
Hyundai-Kia kaupir eigin hlutabréf til að friðþægja reiða fjárfesta
Finnur Thorlacius skrifar

Mest lesið

Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps
Viðskipti erlent

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent

Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað
Viðskipti innlent


Að segja upp án þess að brenna brýr
Atvinnulíf

Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð
Viðskipti innlent

Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur

Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er
Viðskipti erlent

Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað
Viðskipti erlent

Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila
Viðskipti innlent