Íslenskir ráðherrar sitja frekar í gegnum stormviðrið Kjartan Atli Kjartansson skrifar 12. nóvember 2014 10:14 Gunnar Helgi Kristinsson segir að íslenskir ráðherrar sitji frekar í gegnum pólitískt stormviðri. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að íslenskir stjórnmálamenn ákveði frekar að sitja á meðan pólitískt stormviðri geysar í kringum þá en kollegar þeirra erlendis. „Ég held að það sé enginn vafi á því. Þeir reyna að sitja þetta af sér. Vandinn á Íslandi er sá að það er ekki nógu skýrt hver ætti knýja fram afsögn. Erlendis er það skýrara, þar er það flokksformaður eða forsætisráðherra. Hér er það ekki nógu ljóst hver það er á að knýja þetta fram,“ segir Gunnar Helgi og heldur áfram: „Þetta er líklega skortur á hefð. Ég myndi segja að eðlilegasta reglan sé að annað hvort flokksformaður eða forsætisráðherra ættu að bera skýra ábyrgð. En strangt til tekið er það auðvitað þingflokkurinn sem velur ráðherra í flestum tilvikum, eða eitthvað sambærilegt apparat. Þannig að í forminu væri hægt að segja að það væri hans að taka þetta upp en í reynd virkar þetta hvergi þannig. Þetta virkar þannig að það er formaðurinn eða forsætisráðherrann sem ber ábyrgðina. Það er ekki hægt að búast við því að við fáum kerfi sem virkar nema að við lítum svo á.“ Gunnar Helgi segir að yfirleitt sé talað um tvenns konar áhrif ráðherra. „Það er hin lagalega ábyrgð sem er ansi skýr og einföld; hefur hann brotið lög eða ekki. Hér á landi er sérstakt kerfi til um lagalega ábyrgð ráðherra sem er Landsdómur. Hann er umdeilt fyrirbæri og kannski ekki skilvirkasta eða heppilegasta leiðin. En svo er pólitíska ábyrgðin, hún snýst bara um traust. Hún snýst um þetta; er hægt að ætlast til þess að umbjóðendur þínir hafi traust á þér? Í tilviki ráðherrans eru umbjóðendur annars vegar ríkisstjórnin og hins vegar flokkurinn hans. Oft í nágrannalöndum segja ráðherrar af sér því þeir vilja hlífa umbjóðendum sínum við neikvæðu umtali og einhverju slíku. Í því þarf ekki að fylgja að þeir játi sök eða neitt þvíumlíkt.“ Landsdómur Lekamálið Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að íslenskir stjórnmálamenn ákveði frekar að sitja á meðan pólitískt stormviðri geysar í kringum þá en kollegar þeirra erlendis. „Ég held að það sé enginn vafi á því. Þeir reyna að sitja þetta af sér. Vandinn á Íslandi er sá að það er ekki nógu skýrt hver ætti knýja fram afsögn. Erlendis er það skýrara, þar er það flokksformaður eða forsætisráðherra. Hér er það ekki nógu ljóst hver það er á að knýja þetta fram,“ segir Gunnar Helgi og heldur áfram: „Þetta er líklega skortur á hefð. Ég myndi segja að eðlilegasta reglan sé að annað hvort flokksformaður eða forsætisráðherra ættu að bera skýra ábyrgð. En strangt til tekið er það auðvitað þingflokkurinn sem velur ráðherra í flestum tilvikum, eða eitthvað sambærilegt apparat. Þannig að í forminu væri hægt að segja að það væri hans að taka þetta upp en í reynd virkar þetta hvergi þannig. Þetta virkar þannig að það er formaðurinn eða forsætisráðherrann sem ber ábyrgðina. Það er ekki hægt að búast við því að við fáum kerfi sem virkar nema að við lítum svo á.“ Gunnar Helgi segir að yfirleitt sé talað um tvenns konar áhrif ráðherra. „Það er hin lagalega ábyrgð sem er ansi skýr og einföld; hefur hann brotið lög eða ekki. Hér á landi er sérstakt kerfi til um lagalega ábyrgð ráðherra sem er Landsdómur. Hann er umdeilt fyrirbæri og kannski ekki skilvirkasta eða heppilegasta leiðin. En svo er pólitíska ábyrgðin, hún snýst bara um traust. Hún snýst um þetta; er hægt að ætlast til þess að umbjóðendur þínir hafi traust á þér? Í tilviki ráðherrans eru umbjóðendur annars vegar ríkisstjórnin og hins vegar flokkurinn hans. Oft í nágrannalöndum segja ráðherrar af sér því þeir vilja hlífa umbjóðendum sínum við neikvæðu umtali og einhverju slíku. Í því þarf ekki að fylgja að þeir játi sök eða neitt þvíumlíkt.“
Landsdómur Lekamálið Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira